Tveggja högga víti Justin Rose tekið til baka AO skrifar 12. maí 2014 16:00 Sergio Garcia og Justin Rose ganga af 17. flötinni. Vísir/Getty Eftir að Justin Rose lauk leik sínum á þriðja hring á Players meistaramótinu um helgina fékk hann tvo högg í víti. En áður en hann hóf leik á lokadeginum voru þessi tvo högg í víti tekin til baka. Vítið var tekið til baka vegna þess að ekki var hægt að sjá með berum augum að golfboltinn hafi hreyfst. Í Janúar sl. var ákveðið að bæta við golfreglu 18-4 um að ekki sé hægt að dæma víti ef aðeins sé hægt að sjá hreyfingu á golfkúlunni með upptöku í sjónvarpi. Vítið fékk Justin Rose þegar hann var að fara að vippa inn á 18. flötina, þá steig hann til baka eftir að hafa stillt sér upp til að vippa. Justin sagði þá að boltinn hefði ekki hreyfst úr stað. Hann ráðfærði sig við Sergio Garcia, sem var með Justin í ráshóp og skoðaði upptöku af atburðinum. Þegar Justin var síðan kominn inn í klúbbhúsið og ræddi við dómara þá sást á upptökum, þar sem golfboltinn var stækkaður mjög mikið, að smá hreyfing var á boltanum. Þá fékk Justin tvö högg í víti samkvæmt reglu 18-2b um hreyfingu á golfbolta. Eitt högg fyrir að hreyfa boltann og annað fyrir að færa hann á sinn stað. Þar af leiðandi var tveim höggum bætt við skor hans á laugardeginum, fór úr 71 höggi í 73 högg. PGA-mótaröðin sendi út tilkynningu um að atvikið hefði verið endurskoðað vegna þess að viðbótin við reglu 18-4 hafði verið notuð áður. Í tilkynningunni stóð „Reglu Nefndin fór aftur yfir atvikið og einblíndi á hversu mikið tæknin átti þátt í upprunalegu ákvörðuninni. Eftir endurskoðunina var ljóst að eina leiðin til að staðfesta hreyfingu á boltanum hafi verið með aðstoð myndabandsupptöku.“ Ein á ástæðum þess að Justin Rose fékk á sig víti var að hann bakkaði frá boltanum. Þar sem hann hélt jafnvel að boltinn hafi hreyfst. Justin hélt því alltaf fram að boltinn hafi ekki hreyfst úr stað heldur hafi komið hreyfing á boltann. Þangað til að hann sá myndbandsupptöku með nærmynd af boltanum. Justin sagði nærmyndina hafa verið svo mikla að „boltinn leit út eins og Legobolti í nærmyndinni". Justin sagði einnig: „Ég er mjög ánægður með að vítinu hafi verið breytt. Það er mjög sjaldan ef ekki aldrei sem dómi er breytt“. Justin Rose vildi ekki gera of mikið mál úr þessu þar sem hann átti eftir að spila loka hringinn. Breytingin á vítinu kom það seint að ekki reyndist unnt að breyta rástímum á loka deginum og Justin var því í ráshóp sem var klukkutíma fyrr en hann átti í raun að vera eftir breytinguna. Hann endaði í fjórða sæti í mótinu á 10 höggum undir pari ásamt Jordan Spieth. Golf Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Eftir að Justin Rose lauk leik sínum á þriðja hring á Players meistaramótinu um helgina fékk hann tvo högg í víti. En áður en hann hóf leik á lokadeginum voru þessi tvo högg í víti tekin til baka. Vítið var tekið til baka vegna þess að ekki var hægt að sjá með berum augum að golfboltinn hafi hreyfst. Í Janúar sl. var ákveðið að bæta við golfreglu 18-4 um að ekki sé hægt að dæma víti ef aðeins sé hægt að sjá hreyfingu á golfkúlunni með upptöku í sjónvarpi. Vítið fékk Justin Rose þegar hann var að fara að vippa inn á 18. flötina, þá steig hann til baka eftir að hafa stillt sér upp til að vippa. Justin sagði þá að boltinn hefði ekki hreyfst úr stað. Hann ráðfærði sig við Sergio Garcia, sem var með Justin í ráshóp og skoðaði upptöku af atburðinum. Þegar Justin var síðan kominn inn í klúbbhúsið og ræddi við dómara þá sást á upptökum, þar sem golfboltinn var stækkaður mjög mikið, að smá hreyfing var á boltanum. Þá fékk Justin tvö högg í víti samkvæmt reglu 18-2b um hreyfingu á golfbolta. Eitt högg fyrir að hreyfa boltann og annað fyrir að færa hann á sinn stað. Þar af leiðandi var tveim höggum bætt við skor hans á laugardeginum, fór úr 71 höggi í 73 högg. PGA-mótaröðin sendi út tilkynningu um að atvikið hefði verið endurskoðað vegna þess að viðbótin við reglu 18-4 hafði verið notuð áður. Í tilkynningunni stóð „Reglu Nefndin fór aftur yfir atvikið og einblíndi á hversu mikið tæknin átti þátt í upprunalegu ákvörðuninni. Eftir endurskoðunina var ljóst að eina leiðin til að staðfesta hreyfingu á boltanum hafi verið með aðstoð myndabandsupptöku.“ Ein á ástæðum þess að Justin Rose fékk á sig víti var að hann bakkaði frá boltanum. Þar sem hann hélt jafnvel að boltinn hafi hreyfst. Justin hélt því alltaf fram að boltinn hafi ekki hreyfst úr stað heldur hafi komið hreyfing á boltann. Þangað til að hann sá myndbandsupptöku með nærmynd af boltanum. Justin sagði nærmyndina hafa verið svo mikla að „boltinn leit út eins og Legobolti í nærmyndinni". Justin sagði einnig: „Ég er mjög ánægður með að vítinu hafi verið breytt. Það er mjög sjaldan ef ekki aldrei sem dómi er breytt“. Justin Rose vildi ekki gera of mikið mál úr þessu þar sem hann átti eftir að spila loka hringinn. Breytingin á vítinu kom það seint að ekki reyndist unnt að breyta rástímum á loka deginum og Justin var því í ráshóp sem var klukkutíma fyrr en hann átti í raun að vera eftir breytinguna. Hann endaði í fjórða sæti í mótinu á 10 höggum undir pari ásamt Jordan Spieth.
Golf Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira