Hvalveiðibátum bannað að koma til Reykjavíkur? Kristján Már Unnarsson skrifar 13. maí 2014 20:00 Oddvitar framboðanna til borgarstjórnar voru spurðir í dag hvort þeir vildu úthýsa hvalveiðibátum úr Reykjavíkurhöfn. Þessu var varpað fram á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar og samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja. Starfsmenn slippsins í Reykjavík hafa atvinnu af því þessa dagana að undirbúa skip Hvals hf. undir næstu hvalveiðivertíð. En hvalirnir skaffa líka öðrum hópum tekjur. Á sama tíma og hvalveiðibátarnir voru skrapaðir og málaðir var fundað í Hörpu um hagsmuni þeirra sem hafa atvinnu af því að sýna ferðamönnum hvali. Talsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna komu sjónarmiðum sínum meðal annars á framfæri í myndbandi þar sem bent var á að yfir 200 manns ynnu við hvalaskoðun og skiluðu fjórum milljörðum í gjaldeyristekjur á ári. Aðalatriðið var þó að lýsa áhyggjum vegna hrefnuveiða nærri hvalaskoðunarsvæðum og spyrja oddvita framboðanna í Reykjavík hvort þeir styddu kröfu samtakanna um að bannsvæði hvalveiða á Faxaflóa yrði stækkað. Og viti menn: Allir frambjóðendur sögðust sammála því, - tóku reyndar fram að þeir réðu þessu ekki, heldur sjávarútvegsráðherra. En þá kom þessi spurning úr sal: Getið þið ekki vísað hvalveiðibátunum burt úr Reykjavíkurhöfn?Allir sögðust sammála því að bannsvæði hvalveiða í Faxaflóa yrði stækkað. Svörin voru loðnari við spurningu um hvort hvalaveiðibátum yrði úthýst úr Reykjavíkurhöfn.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld mátti sjá brot af þeim svörum sem fulltrúar flokkanna gáfu; þau Dagur B. Eggertsson, Samfylkingunni, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Framsóknarflokki, Þorleifur Gunnlaugsson, Dögun, Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, Halldór Halldórsson, Sjálfstæðisflokki, Halldór Auðar Svansson, Pírötum, og S. Björn Blöndal frá Bjartri framtíð. Myndband hvalaskoðunarfyrirtækjanna má sjá hér: Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Oddvitar framboðanna til borgarstjórnar voru spurðir í dag hvort þeir vildu úthýsa hvalveiðibátum úr Reykjavíkurhöfn. Þessu var varpað fram á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar og samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja. Starfsmenn slippsins í Reykjavík hafa atvinnu af því þessa dagana að undirbúa skip Hvals hf. undir næstu hvalveiðivertíð. En hvalirnir skaffa líka öðrum hópum tekjur. Á sama tíma og hvalveiðibátarnir voru skrapaðir og málaðir var fundað í Hörpu um hagsmuni þeirra sem hafa atvinnu af því að sýna ferðamönnum hvali. Talsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna komu sjónarmiðum sínum meðal annars á framfæri í myndbandi þar sem bent var á að yfir 200 manns ynnu við hvalaskoðun og skiluðu fjórum milljörðum í gjaldeyristekjur á ári. Aðalatriðið var þó að lýsa áhyggjum vegna hrefnuveiða nærri hvalaskoðunarsvæðum og spyrja oddvita framboðanna í Reykjavík hvort þeir styddu kröfu samtakanna um að bannsvæði hvalveiða á Faxaflóa yrði stækkað. Og viti menn: Allir frambjóðendur sögðust sammála því, - tóku reyndar fram að þeir réðu þessu ekki, heldur sjávarútvegsráðherra. En þá kom þessi spurning úr sal: Getið þið ekki vísað hvalveiðibátunum burt úr Reykjavíkurhöfn?Allir sögðust sammála því að bannsvæði hvalveiða í Faxaflóa yrði stækkað. Svörin voru loðnari við spurningu um hvort hvalaveiðibátum yrði úthýst úr Reykjavíkurhöfn.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld mátti sjá brot af þeim svörum sem fulltrúar flokkanna gáfu; þau Dagur B. Eggertsson, Samfylkingunni, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Framsóknarflokki, Þorleifur Gunnlaugsson, Dögun, Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, Halldór Halldórsson, Sjálfstæðisflokki, Halldór Auðar Svansson, Pírötum, og S. Björn Blöndal frá Bjartri framtíð. Myndband hvalaskoðunarfyrirtækjanna má sjá hér:
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira