Frambjóðendur Bjartrar framtíðar afgreiða ís ofan í borgarbúa Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. maí 2014 21:03 Oddvitinn tók sig vel út í búningnum. mynd/heiða kristín helgadóttir Frambjóðendur í fimm efstu sætum Bjartrar framtíðar í Reykjavík skófla nú ískúlum ofan í vöffluform og ílát borgarbúa í ísbúðinni Valdís. Vísir náði tali af Sigurði Birni Blöndal, oddvita listans. „Þetta er alveg hreint brjálað djobb, alveg vitlaust að gera,“ segir Sigurður og bætir því við að fólk bíði í röðum eftir ís en allir séu með bros á vör.“Elsa Yeoman, 2. sæti, og Sigurður Björn hafa nóg að gera.mynd/heiða kristín helgadóttirAðspurður hvernig það hafi komið til að frambjóðendurnir hafi ákveðið að afgreiða ís segir Sigurður hugmyndina hafa komið upp á einhverjum morgunfundinum. „Við erum alltaf að leita leiða til þess að kynna okkur þar sem við getum hitt fólk án þess að vera of uppáþrengjandi. Þá stakk einhver upp á því að við afgreiddum ís og gæfum öllum aukakúlu.“ Aukakúlan er að sögn Sigurðar „fjólublá bláberjakúla og alveg æðislega góð“ en það var Gylfi í Valdís sem bjó ísinn sérstaklega til fyrir uppákomuna. „Fólk er að fá sér alveg upp í fjórar kúlur, og þá er þetta yfirleitt síðasta kúlan.“ Sigurður segist vel geta hugsað sér að vinna í ísbúð, hvort sem hann verður borgarstjóri eða ekki, en hann hefur þó enga reynslu af því að afgreiða ís. Það hefur Eva Einarsdóttir, sem skipar fjórða sæti listans, hins vegar. „Hún vann í ísbúðinni í Kringlunni og var oftar en einu sinni starfsmaður mánaðarins. En við hin fáum mjög góða leiðsögn hjá starfsfólkinu. Svo góða að við hreinlega getum ekki gert mistök.“ Frambjóðendurnir ætla að standa vaktina í kvöld þar til ísinn klárast.Ilmur Kristjánsdóttir, 3. sæti (t.v.) og Eva Einarsdóttir, 4. sæti.mynd/heiða kristín helgadóttir Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Frambjóðendur í fimm efstu sætum Bjartrar framtíðar í Reykjavík skófla nú ískúlum ofan í vöffluform og ílát borgarbúa í ísbúðinni Valdís. Vísir náði tali af Sigurði Birni Blöndal, oddvita listans. „Þetta er alveg hreint brjálað djobb, alveg vitlaust að gera,“ segir Sigurður og bætir því við að fólk bíði í röðum eftir ís en allir séu með bros á vör.“Elsa Yeoman, 2. sæti, og Sigurður Björn hafa nóg að gera.mynd/heiða kristín helgadóttirAðspurður hvernig það hafi komið til að frambjóðendurnir hafi ákveðið að afgreiða ís segir Sigurður hugmyndina hafa komið upp á einhverjum morgunfundinum. „Við erum alltaf að leita leiða til þess að kynna okkur þar sem við getum hitt fólk án þess að vera of uppáþrengjandi. Þá stakk einhver upp á því að við afgreiddum ís og gæfum öllum aukakúlu.“ Aukakúlan er að sögn Sigurðar „fjólublá bláberjakúla og alveg æðislega góð“ en það var Gylfi í Valdís sem bjó ísinn sérstaklega til fyrir uppákomuna. „Fólk er að fá sér alveg upp í fjórar kúlur, og þá er þetta yfirleitt síðasta kúlan.“ Sigurður segist vel geta hugsað sér að vinna í ísbúð, hvort sem hann verður borgarstjóri eða ekki, en hann hefur þó enga reynslu af því að afgreiða ís. Það hefur Eva Einarsdóttir, sem skipar fjórða sæti listans, hins vegar. „Hún vann í ísbúðinni í Kringlunni og var oftar en einu sinni starfsmaður mánaðarins. En við hin fáum mjög góða leiðsögn hjá starfsfólkinu. Svo góða að við hreinlega getum ekki gert mistök.“ Frambjóðendurnir ætla að standa vaktina í kvöld þar til ísinn klárast.Ilmur Kristjánsdóttir, 3. sæti (t.v.) og Eva Einarsdóttir, 4. sæti.mynd/heiða kristín helgadóttir
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent