Innlent

Verður myndaður meirihluti á Kirkjuveginum?

Sveinn Arnarsson skrifar
Guðlaug Kristjánsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir
Guðlaug Kristjánsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir
Samkvæmt könnun sem Morgunblaðið birti í morgun og Vísir hefur áður gert grein fyrir, mælist Sjállfstæðisflokkur með fjóra bæjarfulltrúa, Samfylkingin þrjá menn, Björt framtíð tvo og Vinstri grænir og Píratar ná inn einum manni í bæjarstjórn. Ef þetta verða úrslit kosninganna eru aðeins tveir möguleikar á tveggja flokka meirihluta í Hafnarfirði. Annars vegar meirihluti Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, eða meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. 

Verði Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn í kosningunum í lok mánaðar er líklegt að flokkurinn reyni fyrst að mynda tveggja flokka meirihluta. Einsýnt er þá að flokkurinn reyni fyrst að mynda meirihluta með Bjartri framtíð. 

Eftirleikurinn gæti orðið auðveldur fyrir þessa tvo flokka. Oddvitar framboðanna, sem báðar eru konur, Rósa Guðbjartsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir, búa nefnilega við sömu litlu götuna í vesturbæ Hafnarfjarðar, Kirkjuveg.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×