Fótbolti

Puyol fær ekki draumakveðjuleik á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carles Puyol með liðsfélögum sínum í Barcelona.
Carles Puyol með liðsfélögum sínum í Barcelona. Vísir/Getty
Carles Puyol hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Barcelona því miðvörðurinn litríki missir af úrslitaleiknum um spænska titilinn á morgun.

Barcelona mætir þá Atlético Madrid á Camp Nou í hreinum úrslitaleik um spænska meistaratitilinn en leikurinn verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 2.

Puyol er 36 ára gamall og lék sinn fyrsta leik með Barcelona í október 1999. Hann hefur verið að glíma við hnémeiðsli á þessu tímabili og hefur ekki spilað síðan í mars.

„Ég hef talað við þjálfarana og þar sem við erum að spila um titilinn þá munum við bara nota menn sem eru hundrað prósent heilir," sagði Carles Puyol við BBC. Þetta er fimmtánda tímabil Puyol með Barcelona.

Carles Puyol hefur fengið tilboð frá Bandaríkjunum og Katar en vill ekki yfirgefa Barcelona-borg.

„Ég gæti haldið áfram að vinna fyrir félagið en ég verð aldrei stjóri. Ég sé mig ekki í því starfi," sagði Puyol.

Carles Puyol verður spænskur meistari í sjöunda sinn vinni Barcelona leikinn á morgun.

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×