Forseti Alþingis sleit þingi með orðum Pollapönks Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. maí 2014 23:35 Einar vitnaði í Pollapönkið í lokaorðum sínum. „Lífið er of stutt fyrir skammsýni Úr vegi skal nú rutt allri þröngsýni Og…Verum öll samtaka þið verðið að meðtaka.“ Svo mælti Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, við þingfrestun í kvöld og vitnaði hann þar í söngtexta Pollapönks við lagið Enga fordóma, framlag Íslendinga til Eurovision-keppninnar í ár. Alþingi er komið í sumarfrí og voru mál afgreidd á færibandi í kvöld. Má þar nefna lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, lög um lífsýnasöfn auk skuldaleiðréttingafrumvarpa ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var með 33 atkvæðum gegn 22. Í lokaorðum sínum sagði Einar það vera dæmi um styrk Alþingis að þrátt fyrir ýmis ágreiningsmál takist jafnan að ná samkomulagi um hvernig meðferð slík mál skuli fái á Alþingi og hvernig þau skuli leidd til lykta. „Óháð þessu atriði er það hins vegar staðreynd að flest þingmál eru hér afgreidd í góðri sátt líkt og almennt er veruleikinn í nágrannaþingum okkar. Það er lýsandi fyrir þessa stöðu að um margra áratuga skeið hafa um 75 prósent allra samþykkra lagafrumvarpa verið afgreidd í efnislegu samkomulagi,“ sagði Einar. „Þegar við skyggnumst um gáttir nú við lyktir 143. löggjafarþingsins þá er því ljóst að yfirgnæfandi hluti mála - og þar með talin ýmis stór mál - eru afgreidd í pólitískri sátt. Það er sannarlega vel og lýsir styrk löggjafarsamkomunnar, hvað sem hver segir. Það er vonandi þannig að við höfum tileinkað okkur hvatningarorð Pollapönksins.“ Eurovision Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
„Lífið er of stutt fyrir skammsýni Úr vegi skal nú rutt allri þröngsýni Og…Verum öll samtaka þið verðið að meðtaka.“ Svo mælti Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, við þingfrestun í kvöld og vitnaði hann þar í söngtexta Pollapönks við lagið Enga fordóma, framlag Íslendinga til Eurovision-keppninnar í ár. Alþingi er komið í sumarfrí og voru mál afgreidd á færibandi í kvöld. Má þar nefna lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, lög um lífsýnasöfn auk skuldaleiðréttingafrumvarpa ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var með 33 atkvæðum gegn 22. Í lokaorðum sínum sagði Einar það vera dæmi um styrk Alþingis að þrátt fyrir ýmis ágreiningsmál takist jafnan að ná samkomulagi um hvernig meðferð slík mál skuli fái á Alþingi og hvernig þau skuli leidd til lykta. „Óháð þessu atriði er það hins vegar staðreynd að flest þingmál eru hér afgreidd í góðri sátt líkt og almennt er veruleikinn í nágrannaþingum okkar. Það er lýsandi fyrir þessa stöðu að um margra áratuga skeið hafa um 75 prósent allra samþykkra lagafrumvarpa verið afgreidd í efnislegu samkomulagi,“ sagði Einar. „Þegar við skyggnumst um gáttir nú við lyktir 143. löggjafarþingsins þá er því ljóst að yfirgnæfandi hluti mála - og þar með talin ýmis stór mál - eru afgreidd í pólitískri sátt. Það er sannarlega vel og lýsir styrk löggjafarsamkomunnar, hvað sem hver segir. Það er vonandi þannig að við höfum tileinkað okkur hvatningarorð Pollapönksins.“
Eurovision Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira