Björn Blöndal vill taka við borgarstjórastólnum Hjörtur Hjartarson skrifar 1. maí 2014 19:30 Oddviti Bjartrar Framtíðar í Reykjavík hefur ekki áhyggjur af því að flokkur hans mælist nú með þriðjungi minna fylgi en Besti flokkurinn fékk í kosningunum fyrir fjórum árum. Björt framtíð myndi tapa tveimur borgarfulltrúum ef gengið yrði til kosninga nú en Samfylkingin bætti við sig einum. Þetta kemur fram í nýrri könnun Fréttablaðsins. Samkvæmt könnuninni er Sjálfstæðisflokkurinn á ný orðinn stærsti flokkur borgarinnar og mælist nú með 27 prósenta fylgi samanborið við 23 prósent í mars. Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og bætir við sig manni ef fram heldur sem horfir. Björt Framtíð, sem reist var á grunni Besta flokksins fékk tæplega 35 prósenta fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum og sex borgarfulltrúa en mælist nú með 21 komma 6 prósent og fjóra borgarfulltrúa. Píratar myndu fá einn borgarfulltrúa og Vinstri Grænir halda sínum. Framsókn og Dögun ná ekki inn manni samkvæmt könnuninni. Björn Blöndal hefur ekki áhyggjur af stöðu mála en hann telur að fylgið muni aukast á ný þegar kjósendur fara yfir verk núverandi meirihluta. „Við höfum staðið fyrir mikilvægum breytingum hér í borginni. Við komum inn með gleði, baráttu og heiðarleika. Hvernig við tókum á málum Orkuveitunnar er gott dæmi um það,“ segir Björn.vísir/vilhelmBorgarstjóraefni Samfylkingarinnar, Dagur B. Eggertsson tekur í sama streng og segir ánægju borgarbúa eiga eftir að skila sér í auknu fylgi. „Það hefur gengið vel. Fólk vill frið og stöðugleika í borginni. Fólk veit hvað það hefur,“ segir Dagur sem nýtur stuðnings 57 prósent borgarbúa til að taka við af Jóni Gnarr. „Kjósendur ráða því algjörlega. Ef fólk vill að ég verði borgarstjóri verður það að kjósa Samfylkinguna.“ Björn Blöndal hefur líka áhuga á starfinu. „Ég er borgarstjóraefni flokksins og vissulega vildi ég að ég fengi umboð til þess. Ég ætla hinsvegar ekki að láta þessar vangaveltur trufla mig núna, um nóg annað er að hugsa næstu daga,“ segir Björn. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Oddviti Bjartrar Framtíðar í Reykjavík hefur ekki áhyggjur af því að flokkur hans mælist nú með þriðjungi minna fylgi en Besti flokkurinn fékk í kosningunum fyrir fjórum árum. Björt framtíð myndi tapa tveimur borgarfulltrúum ef gengið yrði til kosninga nú en Samfylkingin bætti við sig einum. Þetta kemur fram í nýrri könnun Fréttablaðsins. Samkvæmt könnuninni er Sjálfstæðisflokkurinn á ný orðinn stærsti flokkur borgarinnar og mælist nú með 27 prósenta fylgi samanborið við 23 prósent í mars. Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og bætir við sig manni ef fram heldur sem horfir. Björt Framtíð, sem reist var á grunni Besta flokksins fékk tæplega 35 prósenta fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum og sex borgarfulltrúa en mælist nú með 21 komma 6 prósent og fjóra borgarfulltrúa. Píratar myndu fá einn borgarfulltrúa og Vinstri Grænir halda sínum. Framsókn og Dögun ná ekki inn manni samkvæmt könnuninni. Björn Blöndal hefur ekki áhyggjur af stöðu mála en hann telur að fylgið muni aukast á ný þegar kjósendur fara yfir verk núverandi meirihluta. „Við höfum staðið fyrir mikilvægum breytingum hér í borginni. Við komum inn með gleði, baráttu og heiðarleika. Hvernig við tókum á málum Orkuveitunnar er gott dæmi um það,“ segir Björn.vísir/vilhelmBorgarstjóraefni Samfylkingarinnar, Dagur B. Eggertsson tekur í sama streng og segir ánægju borgarbúa eiga eftir að skila sér í auknu fylgi. „Það hefur gengið vel. Fólk vill frið og stöðugleika í borginni. Fólk veit hvað það hefur,“ segir Dagur sem nýtur stuðnings 57 prósent borgarbúa til að taka við af Jóni Gnarr. „Kjósendur ráða því algjörlega. Ef fólk vill að ég verði borgarstjóri verður það að kjósa Samfylkinguna.“ Björn Blöndal hefur líka áhuga á starfinu. „Ég er borgarstjóraefni flokksins og vissulega vildi ég að ég fengi umboð til þess. Ég ætla hinsvegar ekki að láta þessar vangaveltur trufla mig núna, um nóg annað er að hugsa næstu daga,“ segir Björn.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent