Innlent

Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll

Hrund Þórsdóttir skrifar
Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri, segir meirihlutann í borgarstjórn ekki virða samkomulag um sáttarferli flugvallarins frá því í fyrra.
Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri, segir meirihlutann í borgarstjórn ekki virða samkomulag um sáttarferli flugvallarins frá því í fyrra. vísir/sigurjón
Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja.

Hjartað í Vatnsmýri hélt fréttamannafund í morgun á neyðarflugbraut Reykjavíkurflugvallar til að kynna það sem samtökin kalla gróf skref meirihluta borgarstjórnar síðustu vikur í átt að niðurrifi flugvallarins. Þetti geri meirihlutinn á sama tíma og hann láti svo virðast í fjölmiðlum að málið sé í farvegi nefndar Rögnu Árnadóttur, sem ríki, borg og Icelandair standi að.

Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri, segir komið að ögurstundu fyrir flugvöllinn.

Nýtt deiliskipulag var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði þann 26.mars síðastliðinn og degi síðar í borgarráði. Fyrsta apríl samþykkti borgarstjórn deiliskipulagið og fékk það því afar hraða meðferð.

Fyrirhuguð byggð á Hlíðarenda og í Skerjafirði munu eyðileggja neyðarflugbraut vallarins og segja forsvarsmenn Hjartans í Vatnsmýrinni að það færi nýtingarhlutfall hans í ruslflokk. Lokundardögum fjölgi til muna og völlurinn verði ónothæfur til sjúkraflugs í verstu veðrum. Borgin hefur tilkynnt að framkvæmdir við Hlíðarenda hefjist í lok þessa árs en Njáll segir að veiti Skipulagsstofnun deiliskipulaginu samþykki sitt gæti framkvæmdaleyfi verið veitt á næstu vikum. Því sé ljóst að meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar virði ekki samkomulag um sáttaferli flugvallarins sem samið var um í Hörpu þann 25. október í fyrra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×