Fótbolti

Real Madrid missteig sig | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Real Madrid mistókst að færa sér tap nágrannanna í Atletico í vil þegar liðið mætti Valencia á Santiago Bernabeu í kvöld.

Real Madrid hóf leikinn af miklum krafti, en það voru hins vegar gestirnir sem komust næst því að skora í upphafi leiks þegar Diego Lopez varði skalla Danis Parejo í slána.

Frakkinn Jeremy Mathieu kom Valencia svo í 1-0 á 44. mínútu og þannig var staðan fram á 60. mínútu þegar Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, jafnaði leikinn.

Fimm mínútum síðar kom Dani Parejo Valencia yfir á nýjan leik, en Cristiano Ronaldo jafnaði metin í uppbótartíma með glæsilegri hælspyrnu. Lokatölur 2-2 í háspennuleik.

Real Madrid situr í 3. sæti spænsku deildarinnar með 83 stig, tveimur stigum minna en Barcelona og fimm stigum minna en Atletico Madrid. Real á þrjá leiki eftir, en Atletico og Barcelona tvo.


Tengdar fréttir

Óvæntur sigur Levante á Atletico Madrid

Levante hleypti toppbaráttunni í spænsku úrvalsdeildinni upp í háaloft með 2-0 heimasigri á toppliði Atletico Madrid í dag. Atletico Madrid hefur ekki unnið á heimavelli Levante frá tímabilinu 2007-08.

Barcelona kastaði sigrinum frá sér

Barcelona gerði 2-2 jafntefli við Getafe á heimavelli í dag og á nú afar litla möguleika á að verja spænska meistaratitilinn sem liðið vann í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×