Fótbolti

Barcelona kastaði sigrinum frá sér

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Messi og félagar voru að vonum svekktir með úrslit dagsins.
Messi og félagar voru að vonum svekktir með úrslit dagsins. Vísir/Getty
Barcelona gerði 2-2 jafntefli við Getafe á heimavelli í dag og á nú afar litla möguleika á að verja spænska meistaratitilinn sem liðið vann í fyrra.

Lionel Messi kom Börsungum yfir á 23. mínútu, en þetta var hans 28. mark í La Liga á tímabilinu. Þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleik jafnaði Ángel Lafita metin og staðan var því jöfn þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Chilemaðurinn Alexisnchez kom Barcelona í 2-1 um miðbik seinni hálfleiks, en á 90. mínútu jafnaði Lafita leikinn með sínu öðru marki.

Barcelona er nú þremur stigum á eftir Atletico Madrid í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, en Atletico leikur við Levante á morgun. Real Madrid kemur svo í þriðja sæti, þremur stigum á eftir Barcelona. Liðið á hins vegar tvo leiki inni á Börsunga og einn á Atletico.

Getafe situr í 16. sæti, þremur stigum frá fallsæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×