Krefjast þess að Hanna Birna segi af sér Stefán Árni Pálsson skrifar 5. maí 2014 15:43 Stefán Rafn Sigurbjörnsson, formaður Ungra jafnaðarmanna og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Ungir jafnaðarmenn samþykktu í dag ályktun af miðstjórn um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, eigi að segja af sér ráðherraembætti vegna ófaglegra vinnubragða í máli hælisleitandans Tony Omos. Fram kemur í ályktuninni að Hanna Birna Kristjánsdóttir og aðstoðarmenn hennar hafi ítrekað sagt ósatt um minnisblað um hælisleitandann Tony Omos, sem lekið var til fjölmiðla. „Í minnisblaðinu koma fram viðkvæmar persónuupplýsingar um hælisleitandann, barnsmóður hans og aðra aðila. Tilgangurinn með minnisblaðinu, sem gert var að kröfu yfirstjórnar ráðuneytisins, var augljóslega að sverta mannorð Tonys, sem senda átti úr landi,“ segir í ályktuninni. Ungir jafnaðarmenn vilja meina að á Alþingi þann 27. janúar síðastliðinn hafi Hanna Birna þvertekið fyrir að minnisblaðið væri til í ráðuneytinu. „Nýjar upplýsingar í málinu sýna hins vegar að skrifstofustjóri ráðuneytisins lét útbúa minnisblaðið sem hann sendi Hönnu Birnu og aðstoðarmönnum hennar í tölvupósti. Þar að auki var minnisblaðið vistað á opnu drifi innan ráðuneytisins. Því liggur fyrir að Hanna Birna var fullkomlega meðvituð um tilvist minnisblaðsins.“ Einnig kemur fram í ályktuninni að auk þess að segja ósatt um vitneskju sína um minnisblaðið hafi Hanna Birna og aðstoðarmenn hennar varpað fram þeirri hugmynd að minnisblaðið hafi komið frá pólitískum andstæðingum hennar. „Einnig hafa þau ítrekað sakað fjölmiðla um rógburð í garð ráðherrans. Í lýðræðisríki er það óboðlegt að ráðherra ráðist með þessum hætti að fjölmiðlum vegna eðlilegrar umfjöllunar um störf hans.“ Ungir jafnaðarmenn telja að Hanna Birna hafi fyrirgert trausti þjóðarinnar með því að fara viljandi með rangt mál í fjölmiðlum og í ræðustól Alþingis. „Hanna Birna hefur jafnframt ekki nálgast málið af æðruleysi heldur þvert á móti unnið markvisst gegn því að ráðuneyti hennar verði tekið til rannsóknar. Þá hefur hún ráðist á fjölmiðla og reynt að kæfa eðlilega lýðræðislega umræðu um málið. Öllum má vera það ljóst að slík vinnubrögð eru með öllu ólíðandi fyrir ráðherra, þess þá heldur ráðherra dómsmála. Ungir jafnaðarmenn krefjast því þess að Hanna Birna segi af sér án tafar.“ Lekamálið Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn samþykktu í dag ályktun af miðstjórn um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, eigi að segja af sér ráðherraembætti vegna ófaglegra vinnubragða í máli hælisleitandans Tony Omos. Fram kemur í ályktuninni að Hanna Birna Kristjánsdóttir og aðstoðarmenn hennar hafi ítrekað sagt ósatt um minnisblað um hælisleitandann Tony Omos, sem lekið var til fjölmiðla. „Í minnisblaðinu koma fram viðkvæmar persónuupplýsingar um hælisleitandann, barnsmóður hans og aðra aðila. Tilgangurinn með minnisblaðinu, sem gert var að kröfu yfirstjórnar ráðuneytisins, var augljóslega að sverta mannorð Tonys, sem senda átti úr landi,“ segir í ályktuninni. Ungir jafnaðarmenn vilja meina að á Alþingi þann 27. janúar síðastliðinn hafi Hanna Birna þvertekið fyrir að minnisblaðið væri til í ráðuneytinu. „Nýjar upplýsingar í málinu sýna hins vegar að skrifstofustjóri ráðuneytisins lét útbúa minnisblaðið sem hann sendi Hönnu Birnu og aðstoðarmönnum hennar í tölvupósti. Þar að auki var minnisblaðið vistað á opnu drifi innan ráðuneytisins. Því liggur fyrir að Hanna Birna var fullkomlega meðvituð um tilvist minnisblaðsins.“ Einnig kemur fram í ályktuninni að auk þess að segja ósatt um vitneskju sína um minnisblaðið hafi Hanna Birna og aðstoðarmenn hennar varpað fram þeirri hugmynd að minnisblaðið hafi komið frá pólitískum andstæðingum hennar. „Einnig hafa þau ítrekað sakað fjölmiðla um rógburð í garð ráðherrans. Í lýðræðisríki er það óboðlegt að ráðherra ráðist með þessum hætti að fjölmiðlum vegna eðlilegrar umfjöllunar um störf hans.“ Ungir jafnaðarmenn telja að Hanna Birna hafi fyrirgert trausti þjóðarinnar með því að fara viljandi með rangt mál í fjölmiðlum og í ræðustól Alþingis. „Hanna Birna hefur jafnframt ekki nálgast málið af æðruleysi heldur þvert á móti unnið markvisst gegn því að ráðuneyti hennar verði tekið til rannsóknar. Þá hefur hún ráðist á fjölmiðla og reynt að kæfa eðlilega lýðræðislega umræðu um málið. Öllum má vera það ljóst að slík vinnubrögð eru með öllu ólíðandi fyrir ráðherra, þess þá heldur ráðherra dómsmála. Ungir jafnaðarmenn krefjast því þess að Hanna Birna segi af sér án tafar.“
Lekamálið Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira