Innlent

Bolvíkingar vilja unga fólkið heim

Samúel Karl Ólason skrifar
Stóru Málin komu við í Bolungarvík, en þátturinn er á ferð um landið vegna sveitarstjórnarkosninganna. Lóa Pind Aldísardóttir ræddi þar við íbúa og fjórar ungar konur í Bæjarmálafélaginu, sem var stofnað fyrir tólf árum til höfuðs Sjálfstæðisflokknum.

Hún kom einnig við í mjólkurstöðinni Örnu og ræddi þar við feðgana Hálfdán og Óskar. Íbúar Bolungarvíkur virðast vera sammála um að ekki sé eingöngu hægt að lifa á fiski og nauðsynlegt sé að fá unga fólkið heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×