Martin Kaymer setti vallarmet á fyrsta degi á Players 9. maí 2014 09:29 Martin Kaymer fór á kostum í gær. AP/Getty Þjóðverjinn Martin Kaymer fór á kostum á fyrsta hring Players meistaramótsins sem hófst í gær en þessi 29 ára kylfingur setti vallarmet á hinum sögufræga TPC Sawgrass velli. Kaymer lék á 63 höggum eða níu undir pari og leiðir mótið með tveimur höggum en Bandaríkjamaðurinn Russel Henley er í öðru sæti á sjö höggum undir pari. Suður-Kóreumaðurinn Sang-Moon Bae kemur er í þriðja sæti á sex höggum undir pari en margir kylfingar eru jafnir í fjórða sæti á fimm undir, meðal annars Sergio Garcia, Lee Westwood, Jordan Spieth og Justin Rose. Masters meistarinn Bubba Watson hóf mótið líka vel og lék á 69 höggum eða þremur undir pari, einu betur en Rory McIlroy sem kom inn á 70 höggum eða tveimur undir. Aðstæður til þess að leika golf á TPC Sawgrass voru með besta móti í gær enda gott veður og völlurinn mjög mjúkur. Það voru þó nokkrir kylfingar sem fundu sig alls ekki og meðal þeirra var sigurvegari Wells Fargo mótsins um síðustu helgi, J.B. Holmes. Hann kom inn á 76 höggum eða fjórum yfir pari. Phil Mickelson var lítið betri og lék á þremur yfir. Sýnt verður beint frá Players meistaramótinu á Golfstöðinni í kvöld og hefst útsending klukkan 17:00. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer fór á kostum á fyrsta hring Players meistaramótsins sem hófst í gær en þessi 29 ára kylfingur setti vallarmet á hinum sögufræga TPC Sawgrass velli. Kaymer lék á 63 höggum eða níu undir pari og leiðir mótið með tveimur höggum en Bandaríkjamaðurinn Russel Henley er í öðru sæti á sjö höggum undir pari. Suður-Kóreumaðurinn Sang-Moon Bae kemur er í þriðja sæti á sex höggum undir pari en margir kylfingar eru jafnir í fjórða sæti á fimm undir, meðal annars Sergio Garcia, Lee Westwood, Jordan Spieth og Justin Rose. Masters meistarinn Bubba Watson hóf mótið líka vel og lék á 69 höggum eða þremur undir pari, einu betur en Rory McIlroy sem kom inn á 70 höggum eða tveimur undir. Aðstæður til þess að leika golf á TPC Sawgrass voru með besta móti í gær enda gott veður og völlurinn mjög mjúkur. Það voru þó nokkrir kylfingar sem fundu sig alls ekki og meðal þeirra var sigurvegari Wells Fargo mótsins um síðustu helgi, J.B. Holmes. Hann kom inn á 76 höggum eða fjórum yfir pari. Phil Mickelson var lítið betri og lék á þremur yfir. Sýnt verður beint frá Players meistaramótinu á Golfstöðinni í kvöld og hefst útsending klukkan 17:00.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira