Oddviti Neslistans hefur áhyggjur af stöðu lækningaminjasafns Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2014 13:03 Neslistinn hefur boðið fram krafta sína síðan 1990 Árni Einarsson er oddviti Neslistans á Seltjarnarnesi í annað sinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann telur kosningabaráttuna vera að komast á skrið en sé róleg enn um stundir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið sterkur á Seltjarnarnesi síðustu árutugi og hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Seltjarnarness frá því árið 1950, eða í 64 ár. Árni segir að málefnavinnu Neslistans sé lokið, nú sé bara eftir að afhenda yfirkjörstjórn kjörgögn og hefja kosningabaráttu af fullum krafti. Hann telur að málefni yngstu kynslóðarinnar verði efst á baugi í komandi kosningabaráttu. „Skólamál og æskulýðs- og íþróttamál snerta flesta og eru stærstu liðirnir í útgjöldum sveitarfélagsins. Það er uppbygging í gangi núna, verið að byggja á Hrólfsskálamel til dæmis en betur má ef duga skal. Við erum ekki flokkur kosningaloforða en við verðum að ljúka áformum um stækkun á íþróttahúsinu okkar sem meirihlutinn hefur ýtt á undan sér,“ segir Árni. Árni hefur einnig áhyggjur af stöðu lækningaminjasafns sem átti að taka til starfa á kjörtímabilinu. „Í bæjarstjórn hefur verið tekist á um lækningaminjasafnið. Bærinn hafði fyrir nokkrum árum staðið fyrir uppbyggingu á því, húsið er nú klárt og framkvæmdin dýr, bærinn að lokum sagði sig frá framkvæmdinni árið 2012.“Í umræddri skýrslu kemur fram að byggingarkostnaður hafi farið langt fram úr áætlun, byggingarkostnaður hafi numið um 700 milljónum króna og eigið fé safnsins neikvætt um tæplega 35 milljónir króna. Árni telur að nýtt hjúkrunarheimili verði að fá stað í skipulagi bæjarins „Það hefur einnig verið tekist á um byggingu hjúkrunarheimilis sem hefur lengi verið á dagskrá, meirihlutinn hefur ekki klárað málið. Við leggjum áherslu á það í Neslistanum að málið verði til lykta leitt, það er ekki enn búið að finna heimilinu stað í skipulagi.“ Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Árni Einarsson er oddviti Neslistans á Seltjarnarnesi í annað sinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann telur kosningabaráttuna vera að komast á skrið en sé róleg enn um stundir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið sterkur á Seltjarnarnesi síðustu árutugi og hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Seltjarnarness frá því árið 1950, eða í 64 ár. Árni segir að málefnavinnu Neslistans sé lokið, nú sé bara eftir að afhenda yfirkjörstjórn kjörgögn og hefja kosningabaráttu af fullum krafti. Hann telur að málefni yngstu kynslóðarinnar verði efst á baugi í komandi kosningabaráttu. „Skólamál og æskulýðs- og íþróttamál snerta flesta og eru stærstu liðirnir í útgjöldum sveitarfélagsins. Það er uppbygging í gangi núna, verið að byggja á Hrólfsskálamel til dæmis en betur má ef duga skal. Við erum ekki flokkur kosningaloforða en við verðum að ljúka áformum um stækkun á íþróttahúsinu okkar sem meirihlutinn hefur ýtt á undan sér,“ segir Árni. Árni hefur einnig áhyggjur af stöðu lækningaminjasafns sem átti að taka til starfa á kjörtímabilinu. „Í bæjarstjórn hefur verið tekist á um lækningaminjasafnið. Bærinn hafði fyrir nokkrum árum staðið fyrir uppbyggingu á því, húsið er nú klárt og framkvæmdin dýr, bærinn að lokum sagði sig frá framkvæmdinni árið 2012.“Í umræddri skýrslu kemur fram að byggingarkostnaður hafi farið langt fram úr áætlun, byggingarkostnaður hafi numið um 700 milljónum króna og eigið fé safnsins neikvætt um tæplega 35 milljónir króna. Árni telur að nýtt hjúkrunarheimili verði að fá stað í skipulagi bæjarins „Það hefur einnig verið tekist á um byggingu hjúkrunarheimilis sem hefur lengi verið á dagskrá, meirihlutinn hefur ekki klárað málið. Við leggjum áherslu á það í Neslistanum að málið verði til lykta leitt, það er ekki enn búið að finna heimilinu stað í skipulagi.“ Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira