Matur

Pollapönkskaka og -snúðar - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Á vefsíðunni mommur.is er hægt að finna aragrúa af ljúffengum uppskriftum - þar á meðal að sérstakri Pollapönksköku og Pollapönkssnúðum.

Lífið á Visir.is fékk leyfi til að birta þessar tvær uppskriftir til að hita upp fyrir Eurovision á morgun en þessar kræsingar klikka aldeilis ekki í Eurovision-partíið.

Pollapönkskaka



3 x 22 eða 28 cm súkkulaðibotnar sem bakaðir eru úr 2 pökkum af Betty Crocker djöflakökumixi.



Smjörkrem sett á milli: 

500 g  smjör

400 g Dan Sukker flórsykur

2 msk kakó

1 stk eggjarauða

1 tsk vanilludropar

1 msk síróp



Aðferð:



Þeytið saman smjör og flórsykur þar til það verður létt og ljóst, bætið kakói útí og hrærið síðan eggjarauðunni saman við. Að lokum eru vanilludropar og síróp sett út í. Hrært vel saman í 1 – 2 mín.  Kakan er síðan skreytt með sykurmassa. Hægt að kaupa tilbúinn út úr búð í mörgum litum hjá Allt í köku eða Hagkaup.

Pollapönkssnúðar 



125  ml volgt vatn

20 g þurrger

2 msk sykur

Royal vanillu eða karamellubúðingur

1/2 líter mjólk

2 egg

125 g smjör

1 tsk salt

1 kg hveiti

Brætt smjör til að smyrja á deigið



Púðursykurkanilblanda:



100 g púðursykur

1 msk kanill



Krem: 



Betty Crocker vanillukrem litað með matarlit



Aðferð: 



1. Volgt vatn, ger og sykur er sett í skál. Hrært vel og látið standa í 5 mínútur.

2. Í aðra skál er búðingaduft og mjólk hrært vel saman þar til búðingurinn hefur þykknað aðeins. Bræddu smjöri, eggjum og salti blandað saman við.

3. Gerblöndunni blandað saman við.

4. Hveiti bætt út í og deigið hnoðað vel

5. Deigið er látið lyfta sér á hlýjum stað í 45 mínútur.

6. Deigið er flatt út, smurt með smjöri og púðursykurskanilblöndunni.

7. Deigið rúllað upp og skorið í væna bita. Bitarnir eru settir á bökunarpappír og látnir lyfta sér í 10 mínútur.

8. Snúðarnir eru bakaðir við 190 gráða hita í 20 mínútur eða þar til þeir hafa fengið smá lit á sig.


Tengdar fréttir

Sjáðu okkar menn eru lagðir af stað

Í meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var fyrr í dag má sjá hljómsveitina Pollapönk sem stígur á stokk í Eurovision-söngvakeppninni í kvöld. Þeir ætla að syngja sig upp úr forkeppninni og í aðalkeppnina sem er á laugardagskvöldið.

Ráðherra í Pollapönksgalla

"Ég er einkar hrifin af skilaboðum lagsins og hinni litríku hljómsveit Pollapönk,“ segir Eygló Harðardóttir.

Kveðja frá Alþingi til Köben

„Sérstakar kveðjur hljótum við auðvitað að senda háttvirtum ellefta þingmanni Reykjavíkurkjördæmis Suður og sjötta varaforseta Alþingis Óttari Proppe,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.

Sjáðu Steinda fagna

Eins og sjá má var spennan mikil hjá Steinda Jr sem birti þetta myndskeið af sér í gær.

Þúsund manns drógu andann í einu

"Ég geri ráð fyrir því að sofa mikið í júlí,“ segir Óttarr Proppé sem hefur síðustu daga bæði unnið Útsvar og komist í úrslit Eurovision.

Svavar Örn rifjar upp Eurovision

Svavar Örn Svavarsson, hágreiðslu- og útvarpsmaður rifjar upp í meðfylgjandi myndskeiði hvað honum fannst eftirminnilegast þessi sex skipti sem hann fór út með íslenska Eurovisionhópnum.

Pollrólegir baksviðs

Generalprufa fyrir fyrra undanúrslitakvöld Eurovision var í gærkvöldi.

"Ég var byrjaður að brynja mig“

Arnar Gíslason, eða sá bleiki, segir meðlimi Pollapönks vera ótrúlega ánægða með að komast í úrslit Eurovision

Lyginni líkast - 3 stig réðu úrslitunum

Jon Ola Sand, stjórnandi Eurovisionkeppninnar upplýsti á Twitter síðunni sinni í morgun að aðeins 3 stig voru á milli framlags landanna sem lentu í tíunda og tólfta sæti í undankeppninni í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.