Oddviti Framsóknar og flugvallarvina með sólópróf í flugi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. apríl 2014 20:57 Nýr oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík segist ætla að ná tveimur borgarfulltrúum inn í borgarstjórn í vor en flokkurinn á engan borgarfulltrúa í dag. Oddvitinn talar þýsku, frönsku og Arabísku, hefur sólópróf í flugi og spilar blak. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, héraðsdómslögmaður er 41 ára einstæð þriggja barna móðir, sem mun leiða listann fyrir borgarstjórnarkosningarnar 31. maí í vor. Sveinbjörg Birna er formaður Landssambands Framsóknarkvenna. Hún segir að flugvallamálið sé eitt af aðalstefnumálum flokksins „Ég hef alltaf haft hjarta fyrir því að þarna eigi flugvöllurinn að vera og hvergi annarsstaðar en fyrir því eru margar aðrar ástæður. Þarna á flugvöllurinn að vera, það er engin efi í mínum huga“, segir Sveinbjörg Birna. Hún segir húsnæðismál líka vera mjög ofarlega hjá Framsóknarflokknum en sjálf býr hún leiguíbúð í Kópavogi en er með lögheimili í Reykjavík. „Ég er með lögheimili í Reykjavík í Bólstaðahlíð 56 en þar er ég búin að búa við mjög þröngan kost í íbúð með systur minni og þremur börnum. Það var nú þannig að annar eigandi var orðinn gjaldþrota, þannig að það varð ljóst að við myndum missa íbúðina þannig að mér áskotnaðist í mars á þessu ári íbúð í Furugrundinni í Kópavogi þar sem ég bý núna, þannig að ég er þessi Reykvíkingur sem er á hrakhólum húsnæðislega séð,“ bætir hún við. Sveinbjörg Birna segist vera góð tungumálamanneskja, talar reiprennandi þýsku og frönsku, auk þess sem hún er góð í arabísku. Hún æfir blak með Fylki og segist vera góð í þeirri íþrótt. „Ég er svaka smassari og góð í uppgjöfum“, segir hún og skellihlær. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Nýr oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík segist ætla að ná tveimur borgarfulltrúum inn í borgarstjórn í vor en flokkurinn á engan borgarfulltrúa í dag. Oddvitinn talar þýsku, frönsku og Arabísku, hefur sólópróf í flugi og spilar blak. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, héraðsdómslögmaður er 41 ára einstæð þriggja barna móðir, sem mun leiða listann fyrir borgarstjórnarkosningarnar 31. maí í vor. Sveinbjörg Birna er formaður Landssambands Framsóknarkvenna. Hún segir að flugvallamálið sé eitt af aðalstefnumálum flokksins „Ég hef alltaf haft hjarta fyrir því að þarna eigi flugvöllurinn að vera og hvergi annarsstaðar en fyrir því eru margar aðrar ástæður. Þarna á flugvöllurinn að vera, það er engin efi í mínum huga“, segir Sveinbjörg Birna. Hún segir húsnæðismál líka vera mjög ofarlega hjá Framsóknarflokknum en sjálf býr hún leiguíbúð í Kópavogi en er með lögheimili í Reykjavík. „Ég er með lögheimili í Reykjavík í Bólstaðahlíð 56 en þar er ég búin að búa við mjög þröngan kost í íbúð með systur minni og þremur börnum. Það var nú þannig að annar eigandi var orðinn gjaldþrota, þannig að það varð ljóst að við myndum missa íbúðina þannig að mér áskotnaðist í mars á þessu ári íbúð í Furugrundinni í Kópavogi þar sem ég bý núna, þannig að ég er þessi Reykvíkingur sem er á hrakhólum húsnæðislega séð,“ bætir hún við. Sveinbjörg Birna segist vera góð tungumálamanneskja, talar reiprennandi þýsku og frönsku, auk þess sem hún er góð í arabísku. Hún æfir blak með Fylki og segist vera góð í þeirri íþrótt. „Ég er svaka smassari og góð í uppgjöfum“, segir hún og skellihlær.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent