Lífið

Sjáðu atriðið úr Game of Thrones

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aðdáendum þáttanna Game of Thrones brá nokkuð í brún þegar nýjasti þátturinn fór í loftið. Í upphafi hans mátti sjá atriði sem ber merki um gróft kynferðislegt ofbeldi.

Atriðið fór fyrir brjóstið á Bandaríkjamönnum en þátturinn var sýndur á Stöð 2 á mánudagskvöldið. Atriðið er ekki að finna í samnefndum bókum sem þættirnir eru gerðir eftir heldur var því breytt í sjónvarpsþáttunum að hugmynd leikstjóra þáttanna.

Höfundur Game of Thrones, George, R.R Martin, hefur beðist afsökunar á atriðinu og ritar á bloggsíðu sinni: „Mér þykir leiðinlegt ef atriðið hefur farið fyrir brjóstið á einhverjum.“

Í umræddu atriði má sjá þegar Jaime þvingar vilja sínum fram gegn systur sinni Cersei, einni af aðalkvenhetjum þáttanna.

Game of Thrones hafa notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár og fóru tökur á nýjustu seríu þáttanna að hluta til fram hér á landi.

Atriðið má sjá hér að ofan og er það ekki fyrir viðkvæma.


Tengdar fréttir

Hátíska í Game of Thrones

Þeir sem eru með glöggt tískuauga taka eftir því að búningum karakteranna svipar mikið til hátísku nútímans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.