Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Tómas Þór Þórðarson í Röstinni skrifar 25. apríl 2014 14:03 Íslandsmeistarar Grindavíkur sýndu hjarta sigurvegarans þegar þeir lögðu deildarmeistara KR, 79-76, í öðrum leik lokaúrslita Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Staðan í einvíginu er nú jöfn, 1-1, eftir þennan magnaða körfuboltaleik í Röstinni þar sem heimamenn stálu sigrinum með frábærum endaspretti.Hér að ofan má sjá lokasekúndurnar í leiknum í kvöld sem voru æsispennandi en neðst í fréttinni má sjá tvö önnur myndbönd af tilþrifum Martins Hermannssonar og Ólafs Ólafssonar í leiknum í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu betur á heimavelli í kvöld en KR-ingar voru fljótir að ná á áttum. Þeir tóku forystuna, 9-6, þegar Martin Hermannsson (20 stig, 3 fráköst, 4 stoðsendingar) skoraði þriggja stiga körfu úr hraðaupphlaupi og gestirnir litu ekki um öxl eftir það. Forskot KR-inga var orðið tíu stig eftir fyrsta leikhluta og sjö stigum munaði á liðunum í hálfleik, 43-50. Heimamenn voru að vinna frákastabaráttunna í hálfleik og höfðu tekið 10 sóknarfráköst í hálfleiknum en gekk bölvanlega að nýta þau tækifæri og breyta þeim í stig. Liðið hitti nær ekkert fyrir utan þriggja stiga línuna til að byrja með en aðeins eitt skot fyrir utan teig af tíu fór ofan í körfuna í fyrri hálfleik hjá heimamönnum. Gestirnir voru að hitta mun betur og fengu framlag frá fleiri leikmönnum. Eftir 20 mínútna leik voru fjórir leikmenn gestanna nálægt tíu stigunum á meðan Jóhann Árni Ólafsson var ekki kominn á blað fyrir Grindavík og ÓlafurÓlafsson aðeins búinn að skora fjögur stig. Jóhann var ískaldur í leiknum en hann skoraði aðeins eitt stig úr vítaskoti en brenndi af hinum níu skotum sínum (6 úr teig, 3 fyrir utan). Það var fátt sem benti til þess í þriðja leikhluta eða byrjun þess fjórða að Grindavík færi með sigur af hólmi í kvöld. Undir dyggri forystu hins unga en ótrúlega Martins Hermannssonar og hittni Helga Más Magnússonar héldu KR-ingar heimamönnum í hæfilegri fjarlægð. Þriðji leikhluti endaði þó vel fyrir Grindavík því ÓmarSævarsson, sem fór á kostum í leiknum með 26 stig og 11 fráköst, skoraði úr erfiðri stöðu úr teignum og Bandaríkjamaðurinn Lewis Clinch setti niður þrist á síðustu sekúndu leikhlutans. Þegar liðin héldu inn í fjórða leikhluta var munurinn sex stig, 55-49, en á 33. mínútu snerist leikurinn. Daníel Guðmundsson skoraði þriggja stiga körfu og fékk villu að auki á PavelErmolinskij. Pavel fór út af með sína fimmtu villu þegar enn voru sjö mínútur eftir af leiknum og Daníel setti niður vítaskotið og munurinn allt í einu fjögur stig eftir að KR hafði tekið á sprett áður, 57-53. Þetta kveikti svo um munaði í Grindvíkingum. Ólafur Ólafsson setti niður tvo rosalega þrista og barði sér á brjóst eins og stríðsmaður. Áhorfendur á pöllunum í Röstinni tóku við sér og stemningin færðist yfir til þeirra gulu. Þá eru heimamenn erfiðir viðureignar. Þegar tvær mínútur voru eftir voru heimamenn allt í einu komnir yfir, 67-66, eftir að vera undir meira og minna allan leikinn. Martin gerði hvað hann gat til að draga KR-liðið að landi með sigur í farteskinu en tilþrifin sum hver sem hann bauð upp á í gærkvöldi voru mögnuð. Þau dugðu þó ekki til því Grindvíkingar sigldu mikilvægum og flottum sigri í höfn með glæsilegum endaspretti, 79-76, og sýndu að þeir geta átt í fullu tré við KR-liðið sem flestir eru búnir að teikna upp sem það langbesta á Íslandi. Næst mætast liðin í DHL-höllinni á mánudagskvöldið en Grindvíkingar verða að vinna einn leik í vesturbænum ætli þeir að vinna þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð. KR-ingar köstuðu þessum sigri frá sér í kvöld, án þess þó að taka nokkuð af heimamönnum. Gestirnir voru einfaldlega í frábærri stöðu en buguðust undan baráttuvilja Grindvíkinga.Finnur Freyr: Klárum þetta úr 99 af hverjum 100 "Það má orða það þannig," sagði svekktur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, við Vísi eftir leik aðspurður hvort KR-liðið hefði ekki einfaldlega kastað sigrinum frá sér í kvöld. "Það var ekki eins og færin væru ekki til staðar. Við vorum að fá galopin skot og í 99 af hverjum 100 leikjum erum við að klára þessi skot en ekki í kvöld. Við hleyptum Grindavík inn í leikinn og gáfum þeim trú á verkefninu. Daníel Guðmundsson fór að skora flottar körfur og Ólafur líka en við fórum bara illa af ráði okkar." Finnur leyfði sér ekki að vera pirraður yfir tapinu þó hann ætti erfitt með að taka því. Þriðji leikurinn er framundan á mánudagskvöldið og deildarmeistararnir þurfa að skoða nokkra hluti sem fóru illa hjá þeim í kvöld. "Þetta er úrslitaleikur og spennustigið mjög hátt. Við vorum að missa boltann fram og til baka. Þetta er eitthvað sem við verðum að skoða. Ég er nýliðinn í þessu og að kynnast þessu í fyrsta skipti. Þetta er bara eitthvað sem við förum yfir." "Það er samt engin spurning að við eigum ekki að tapa þessum leik. Það hjálpar mér samt ekkert að vera pirraður núna. Við verðum bara að vera klárir í næsta leik sem við ætlum að vinna á heimavelli," sagði Finnur Freyr Stefánsson.Ólafur: Njótum ekki þeirrar virðingar sem við eigum skilið "Þetta leik ekki vel út framan af," sagði Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, sem fór á flug í fjórða leikhluta í kvöld og átti stóran þátt í því að Íslandsmeistararnir jöfnuðu einvígið gegn KR. "Við spiluðum illa lengst af en náðum samt að halda í þá. En svo keikir Daníel í okkur með þrist og fær villu og skorar úr vítinu. Það gaf okkur trú. Við getum alveg unnið þá, sko. Þetta verður bara rússíbanareið það sem eftir er." Ólafur segir liðið eiga mikið inni: "Við eigum Kanann alveg inni. Hann á 30 plús leik eftir og ég er bara að bíða eftir að hann detti inn. Ef hann gerir það ekki þá verðum við hinir bara að stíga upp. Við höfum alveg trú á að við getum unnið þetta." Líkt og í fyrra þegar Grindavík mætti Stjörnunni í úrslitum Dominos-deildarinnar eru fáir sem hafa trú á Grindavíkurliðinu og það fer eilítið í taugarnar á Ólafi. "Það hefur enginn trú á okkur og allir spá KR sigri. Við erum búnir að vinna tvö ár í röð en njótum ekki þeirrar virðingar sem við eigum skilið. Við virðum okkur bara sjálfir. Við þurfum að vinna KR til að vinna þriðja árið í röð og það stefnum við á að gera," sagði Ólafur Ólafsson.Ómar: Okkur líður ekkert illa inni á vellinum Ómar Sævarsson var maður leiksins hjá Grindavík í kvöld en hann skoraði 26 stig og tók 11 fráköst. Hann var sérstaklega drjúgur á lokasprettinum þegar Grindavík tryggði sér sigurinn en hann skoraði m.a. síðustu körfu leiksins. "KR-ingarnir eru búnir að vera duglegir að klippa út sóknarleikinn okkar þannig við virkuðum stirðir og hægir en í fjórða leikhluta fundum við leiðir í gegnum KR-liðið," sagði Ómar sem ætlaði sér að eiga stórleik í kvöld. "Þeir eru náttúrlega að falla aðeins af mér til að dekka sterkari sóknarmenn þannig ég var ákveðinn að ég vildi nýta mér þær glufur sem opnuðust og það tókst í dag." Líkt og Ólafur segir Ómar að Grindvíkingar hafi fulla trú á verkefninu þó flestir spái KR-ingum sigri í rimmunni. "Þótt ótrúlegt megi virðast þá er trúin svakalega inn í klefa hjá Grindavík þó hún sé ekki mikil í stúkunni eða í blaðamannastúkunni. Við höfum trú á okkur og ætlum að vinna í vesturbænum á mánudaginn," sagði Ómar Sævarsson. Hér að neðan má lesa leiklýsinguna.Grindavík-KR 79-76 (13-23, 20-17, 16-15, 30-21)Grindavík: Ómar Örn Sævarsson 26/11 fráköst/3 varin skot, Earnest Lewis Clinch Jr. 18/6 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/8 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 6, Jón Axel Guðmundsson 3/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 2, Jens Valgeir Óskarsson 0, Nökkvi Harðarson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Kjartan Helgi Steinþórsson 0.KR: Martin Hermannsson 20, Helgi Már Magnússon 17/5 fráköst, Demond Watt Jr. 14/12 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 11, Pavel Ermolinskij 7/5 fráköst, Darri Hilmarsson 5/7 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 2, Ólafur Már Ægisson 0, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 0, Illugi Steingrímsson 0, Högni Fjalarsson 0, Hugi Hólm Guðbjörnsson 0.LEIK LOKIÐ | 79-76 | Þvílíkur endasprettur. Brynjar Þór minnkar muninn í eitt stig með fallegum þristi frir KR en höfðinginn Ómar Sævarsson klárar þetta fyrir Grindavík. Staðan jöfn í einvíginu.40. mín | 75-73 | Jón Axel klaufi og fær á sig sína fimmtu villu með því að brjóta á Helga Magg í þriggja stiga skoti. Það geigar en Helgi setur niður öll þrjú vítaskotin. Tveggja stiga munur, Grindavík með boltann og Sverrir tekur leikhlé. 16 sekúndur eftir.39. mín | 73-68 | Martin Hermannson kemur KR aftur yfir með fallegu sniðskoti. Drengurinn er ótrúlegur. Hann hefur ekkert fyrir þessu. Hinum megin skorar Óli aðra þriggja stiga körfu og allt verður vitlaust. Jón Axel Guðmundsson stelur svo boltanum og fær dæmda óíþróttamannslega villu á Martin. Hann skorar úr öðru vítaskotinu og Ómar Sævarsson fylgir því eftir með fáránlega erfiðu stökkskoti. Grindavík fimm stigum yfir og 55 sekúndur eftir. Finnur tekur leikhlé. Heimamenn eru að stela þessum á endasprettinum!!!38. mín | 67-66 | Hver mætir með eina þriggja stiga körfu af löngu færi þegar neyðin er mest? Jú, auðvitað Ólafur Ólafsson. Hann kemur Grindavík yfir þegar 2:59 eru eftir af leiknum og ber sér á brjóst allhressilega.36. mín | 62-64 | Grindavík kemst yfir í fyrsta skipti síðan í fyrsta leikhluta en Martin skorar hinum megin og fær víti sem hann nýtir. KR aftur með forystuna.35. mín | 60-61 | Þristur frá Clinch og munurinn eitt stig en Helgi Magg svarar fyrir KR. Þakið er að rifna af Röstinni, slík er stemningin núna. Ómar skorar fyrir Grindavík og munurinn aftur eitt stig.33. mín | 53-57 | Daníel Guðmundsson setur niður þrist og fær villu á Pavel! Hann skorar úr vítaskotinu og munurinn allt í einu fjögur stig. Heimamenn á pöllunum taka við sér!32. mín | 49-57 | KR-ingar skora fyrstu stigin í fjórða leikhluta. Grindvíkingar verða að fara að fá stopp í vörninni og nýta skotin sín hinum megin ef KR á ekki að komast í 2-0.MYNDBAND: Farið neðst í lýsinguna til að sjá myndband af tröllatroðslu Ólafs Ólafssonar.Þriðja leikhluta lokið | 49-55 | Jæja, við erum með leik! Ómar Sævarsson setur niður vítaskot og erfitt stökkskot til viðbótar úr teignum og minnkar muninn í níu stig. Grindvíkingar vinna svo boltann í síðustu sókn KR-inga og Clinch skorar þriggja stiga körfu um leið og flautan gellur. Sex stiga leikur og tíu mínútur eftir.29. mín | 43-55 | Martin Hermansson fær galopið skot fyrir utan þriggja stiga línuna og þakkar fyrir það með að negla niður auðveldum þristi. Munurinn orðinn tólf stig og KR-ingar miklu betri þessa stundina. Grindvíkingar þurfa að fara að vakna. Sverrir tekur leikhlé og öskrar á sína menn. 1:52 eftir af þriðja leikhluta.28. mín | 43-52 | Glæsileg karfa frá Pavel. Hann sækir á Sigga Þorsteins undir körfunni og skorar þrátt fyrir frábæra vörn stóra mannsins. Báðir skella í gólfinu en standa strax á fætur - enda stríðsmenn.26. mín | 41-50 | Jóhann Árni er ekki enn kominn í gírinn fyrir Grindavík. Hann er án stiga og grýtir bara múrsteinum í körfuna. Helgi Magg setur þrist fyrir KR og munurinn níu stig. Grindavík verður að gera miklu betur til að vinna þetta KR-lið!24. mín | 39-45 | Fjögur stig frá Grindavík í röð. Þeir ætla ekki að hleypa KR of langt frá sér. Ómar Sævarsson fiskar boltann af Helga Má. Stemning í heimamönnum.22. mín | 35-45 | Áhorfendur þurfa að bíða í eina og hálfa mínútu eftir fyrstu körfu seinni hálfleiks en hún er glæsileg. Pavel snýr sér í tvo hringi í teignum og setur niður laglegt sniðskot. Siggi Þorsteins svarar hinum megin en Darri skorar þriggja stiga körfu fyrir KR og munurinn tíu stig á ný.Tölfræði úr fyrri hálfleik: Ómar Örn Sævarsson er stigahæstur á vellinum en hann er búinn að skora 11 stig fyrir Grindavík og taka 6 fráköst. Lewis Clinch er búinn að skora 10 stig og Siggi Þorsteins 8. Hjá KR er HElgi Már Magnússon stigahæstur með 9 stig og þeir Brynjar Þór Björnsson, Demond Watt og Martin Hermannsson eru allir með 8 stig. Grindavík er að hitta 38,5 prósent í teignum og 10 prósent úr 10 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. KR er með 28,6 prósent nýtingu fyrir utan en 66,7 prósent í teignum. Grindavík er að vinna frákastabaráttuna, 24-23. Grindavík er búið að taka 10 sóknarfráköst en ekki nýtt tækifærin sem þau hafa boðið upp á.Hálfleikur | 33-40 | KR-ingar sjö stigum yfir í hálfleik og eiga forystuna skilið. Þeir hafa verið betri í fyrri hálfleik og aldrei hleypt Grindvíkingum of nálægt sér eftir að þeir komust yfir. Grindvíkingar þurfa að bæta vörnina og fá meira framlag frá leikmönnum eins og Ólafi Ólafssyni (4 stig) og Jóhanni Árna Ólafssyni (0 stig) í seinni hálfleik.MYNDBAND: Farið neðst í lýsinguna til að sjá myndband af frábærum tilþrifum Martins Hermannssonar í fyrsta leikhluta.18. mín | 29-36 | Mistök á báða bóga núna og fínar varnir. Dómararnir leyfa sumt en dæma á annað. Það er að gera Sverri Þór Sverrisson á bekknum hjá Grindavík geðveikan. Clinch skorar úr tveimur vítaskotum.16. mín | 29-36 | Betra hjá heimamönnum sem nýta stóru mennina sína vel undir körfunni. Munurinn sex stig eftir þrist frá Clinch en Helgi skorar fyrir KR og heldur Grindavík í hæfilegri fjarlægt. KR að skora of auðveld stig núna.13. mín | 19-26 | Ómar Sævarsson byrjar annan leikhluta vel. Hann eltir Pavel uppi í hraðaupphlaupi, ver skot frá honum úr dauðafæri og heldur boltanum. Hinum megin setur hann svo niður erfitt stökkskot og minnkar muninn í sjö stig eftir að KR nær aftur smá rispu. Finnur Freyr tekur leikhlé.11. mín | 17-23| Stóru mennirnir hjá Grindavík, Siggi og Ómar Sævars, skora fyrstu tvær körfur annars leikhluta og minnka muninn í sex stig.Fyrsta leikhluta lokið | 13-23 | Þetta endar ekki vel hjá Grindvíkingum. Daníel Guðmundsson liggur í gólfinu en ekkert er dæmt og Sverrir og Þorleifur tryllast á bekknum. Sigmundur Már dómari fær nóg af öskrunum í Þorleifi aðallega og dæmir tæknivillu. Sigurður Gunnar brennir af skoti undir körfunni og skorar skorar úr hraðaupphlaupi þegar ein sekúnda er eftir af leikhlutanum. Tíu stiga munur.9. mín | 10-18 | Jón Axel Guðmundsson kemur inn á hjá Grindavík og tekst að fá tvær villur fyrir nánast ekki neitt með 20 sek millibili áður en hann snertir boltann. Það er afrek út af fyrir sig. Martin Hermannsson fíflar vörn KR upp úr skónum með sóðalegum tilþrifum og leggur boltann ofan í af spjaldinu. Þetta var fáránlega flott.7. mín | 10-14 | Clinch setur niður erfitt skot úr horninu sem hann heldur að sé þristur en svo er ekki. Tveggja stiga skot er það. Helgi Magnússon setur aftur á móti þrist niður fyrir KR, algjörlega dauðafrír. Eftir tvær misheppnaðar sóknir skorar Ólafur Ólafsson af harðfylgi fyrir heimamenn og munurinn fjögur stig. Bróðir hans, Þorleifur Ólafsson, er mjög æstur á bekknum.5. mín | 6-9 | Martin verður ráðþrota í hraðaupphlaupi því Grindvíkingar loka á sendingarmöguleika hans. Hann skýtur þá bara sjálfur og neglir niður þristi. KR tekur forystuna í fyrsta skipti.4. mín | 4-2 | Liðunum gengur illa að skora. Varnir beggja liða svakalega sterkar. Pavel skorar fyrir KR en Clinch svarar fyrir Grindavík. Menn leggja allt í sölurnar hérna.2. mín | 2-0 | Sigurður Gunnar Þorsteinsson skorar fyrstu stig leiksins eftir að rífa niður tvö sóknarfráköst. Harka í Sigga!1. mín | 0-0 | Leikurinn er hafinn!Fyrir leik: Leikmannakynning Grindavíkur frábær að vanda. Myndbandið kom vægast sagt öllum í stuð. Nema kannski KR-ingum sem tóku sama pól í hæðina og Stjörnumenn í fyrra og gengu til búningsklefa á meðan mesta stemningin reið yfir. Smá skotæfing og svo byrjar leikur tvö í lokaúrslitum Dominos-deildarinnar 2014!Fyrir leik: Leikmannakynningar og annað húllum hæ að detta í gang. Þrjár mínútur í leik.Fyrir leik: Dómarar leiksins í kvöld eru Sigurmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og skólastjórinn Leifur Sigfinnur Garðarsson. Tríóin gerast ekki mikið betri en það. Vonum að þeir eigi góðan leik eins og leikmennirnir og flauti ekki of mikið. Þetta er jú úrslitarimman.Fyrir leik: Jóhann Árni Ólafsson, Ólafur Ólafsson og Lewis Clinch eru að sjálfsögðu í sokkabuxunum góðu sem Fréttablaðið fjallaði um í gær. Þeir kjósa að kalla þetta "compression"-sokka. Af fréttum tengdum leiknum má einnig benda á lofræðu Benedikts Guðmundssonar um Martin Hermannsson. Hann hvetur okkur til að njóta hæfileika þessa unga manns á meðan við getum.Fyrir leik: Ómar Sævarsson, framherji Grindvíkinga, mætti síðastur til upphitunnar. Væntanlega nýkominn af framboðsfundi en Ómar er á lista Grindavíkurlistans sem býður fram í Bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum. Hann getur sópað inn nokkrum atkvæðum með góðri frammistöðu í þessu einvígi. Ómar var algjörlega frábær í rimmunni gegn Njarðvík en var rólegur í fyrsta leiknum gegn KR þar sem hann skilaði 7 stigum og 7 fráköstum.Fyrir leik: Hér eru 40 mínútur í leik en Röstin er við það að fyllast. Það ætlar enginn í Grindavíkurbæ að missa af þessum leik enda liðið í baráttunni um þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð. Strákarnir þeirra koma út á gólf til upphitunnar og fá dúndrandi lófatak. Hér sé stuð.Fyrir leik: KR vann fyrsta leikinn í DHL-höllinni, 93-84. Grindavík reyndi að elta KR-inga í leiknum en það gékk erfiðlega, sérstaklega þegar Darri Hilmarsson ákvað að setja niður fimm þrista í röð. Svoleiðis á náttúrlega að vera bannað börnum. Demond Watt yngri, Bandaríkjamaðurinn í liði KR, skoraði 22 stig og tók heil 18 fráköst í fyrsta leiknum. Hann var svakalegur undir körfunni. Grindvíkingum vantar mun meira framlag frá Sigurði Gunnari Þorsteinssyni í kvöld en Ísafjarðartröllið skoraði aðeins 12 stig og tók 5 fráköst í fyrsta leiknum.Fyrir leik: Það er sannkölluð úrslitakeppnisstemning hér í Röstinni í Grindavík. Heimamenn eru búnir að rigga upp risastjaldi þar sem sýnt verður stuðmyndband fyrir leik og þá eru sjónvarpssmenn Stöðvar 2 Sports að gera allt klárt fyrir beina útsendingu. Leikmenn eru hita sig upp á rúllum og taka nokkur skot undir dillandi tónlist. Maður hefur á tilfinningunni að eitthvað rosalegt gerist hér í kvöld.Fyrir leik: Deildarmeistarar KR eru með 1-0 forystu í einvíginu eftir öruggan sigur í fyrsta leiknum á heimavelli sínum í DHL-höllinni í vesturbæ Reykjavíkur. Grindvíkingar þurfa því helst á sigri að halda hér í kvöld til að lenda ekki í nær ómögulegri stöðu.Fyrir leik: Góða kvöldið lesendur góðir. Vísir heilsar úr Röstinni í Grindavík þar sem Íslands- og bikarmeistarar Grindavíkur taka á móti KR í annarri viðureign liðanna lokaúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta árið 2014.Snilldartilþrif hjá Martin: Tröllatroðsla hjá Óla Óla Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Grindavíkur sýndu hjarta sigurvegarans þegar þeir lögðu deildarmeistara KR, 79-76, í öðrum leik lokaúrslita Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Staðan í einvíginu er nú jöfn, 1-1, eftir þennan magnaða körfuboltaleik í Röstinni þar sem heimamenn stálu sigrinum með frábærum endaspretti.Hér að ofan má sjá lokasekúndurnar í leiknum í kvöld sem voru æsispennandi en neðst í fréttinni má sjá tvö önnur myndbönd af tilþrifum Martins Hermannssonar og Ólafs Ólafssonar í leiknum í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu betur á heimavelli í kvöld en KR-ingar voru fljótir að ná á áttum. Þeir tóku forystuna, 9-6, þegar Martin Hermannsson (20 stig, 3 fráköst, 4 stoðsendingar) skoraði þriggja stiga körfu úr hraðaupphlaupi og gestirnir litu ekki um öxl eftir það. Forskot KR-inga var orðið tíu stig eftir fyrsta leikhluta og sjö stigum munaði á liðunum í hálfleik, 43-50. Heimamenn voru að vinna frákastabaráttunna í hálfleik og höfðu tekið 10 sóknarfráköst í hálfleiknum en gekk bölvanlega að nýta þau tækifæri og breyta þeim í stig. Liðið hitti nær ekkert fyrir utan þriggja stiga línuna til að byrja með en aðeins eitt skot fyrir utan teig af tíu fór ofan í körfuna í fyrri hálfleik hjá heimamönnum. Gestirnir voru að hitta mun betur og fengu framlag frá fleiri leikmönnum. Eftir 20 mínútna leik voru fjórir leikmenn gestanna nálægt tíu stigunum á meðan Jóhann Árni Ólafsson var ekki kominn á blað fyrir Grindavík og ÓlafurÓlafsson aðeins búinn að skora fjögur stig. Jóhann var ískaldur í leiknum en hann skoraði aðeins eitt stig úr vítaskoti en brenndi af hinum níu skotum sínum (6 úr teig, 3 fyrir utan). Það var fátt sem benti til þess í þriðja leikhluta eða byrjun þess fjórða að Grindavík færi með sigur af hólmi í kvöld. Undir dyggri forystu hins unga en ótrúlega Martins Hermannssonar og hittni Helga Más Magnússonar héldu KR-ingar heimamönnum í hæfilegri fjarlægð. Þriðji leikhluti endaði þó vel fyrir Grindavík því ÓmarSævarsson, sem fór á kostum í leiknum með 26 stig og 11 fráköst, skoraði úr erfiðri stöðu úr teignum og Bandaríkjamaðurinn Lewis Clinch setti niður þrist á síðustu sekúndu leikhlutans. Þegar liðin héldu inn í fjórða leikhluta var munurinn sex stig, 55-49, en á 33. mínútu snerist leikurinn. Daníel Guðmundsson skoraði þriggja stiga körfu og fékk villu að auki á PavelErmolinskij. Pavel fór út af með sína fimmtu villu þegar enn voru sjö mínútur eftir af leiknum og Daníel setti niður vítaskotið og munurinn allt í einu fjögur stig eftir að KR hafði tekið á sprett áður, 57-53. Þetta kveikti svo um munaði í Grindvíkingum. Ólafur Ólafsson setti niður tvo rosalega þrista og barði sér á brjóst eins og stríðsmaður. Áhorfendur á pöllunum í Röstinni tóku við sér og stemningin færðist yfir til þeirra gulu. Þá eru heimamenn erfiðir viðureignar. Þegar tvær mínútur voru eftir voru heimamenn allt í einu komnir yfir, 67-66, eftir að vera undir meira og minna allan leikinn. Martin gerði hvað hann gat til að draga KR-liðið að landi með sigur í farteskinu en tilþrifin sum hver sem hann bauð upp á í gærkvöldi voru mögnuð. Þau dugðu þó ekki til því Grindvíkingar sigldu mikilvægum og flottum sigri í höfn með glæsilegum endaspretti, 79-76, og sýndu að þeir geta átt í fullu tré við KR-liðið sem flestir eru búnir að teikna upp sem það langbesta á Íslandi. Næst mætast liðin í DHL-höllinni á mánudagskvöldið en Grindvíkingar verða að vinna einn leik í vesturbænum ætli þeir að vinna þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð. KR-ingar köstuðu þessum sigri frá sér í kvöld, án þess þó að taka nokkuð af heimamönnum. Gestirnir voru einfaldlega í frábærri stöðu en buguðust undan baráttuvilja Grindvíkinga.Finnur Freyr: Klárum þetta úr 99 af hverjum 100 "Það má orða það þannig," sagði svekktur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, við Vísi eftir leik aðspurður hvort KR-liðið hefði ekki einfaldlega kastað sigrinum frá sér í kvöld. "Það var ekki eins og færin væru ekki til staðar. Við vorum að fá galopin skot og í 99 af hverjum 100 leikjum erum við að klára þessi skot en ekki í kvöld. Við hleyptum Grindavík inn í leikinn og gáfum þeim trú á verkefninu. Daníel Guðmundsson fór að skora flottar körfur og Ólafur líka en við fórum bara illa af ráði okkar." Finnur leyfði sér ekki að vera pirraður yfir tapinu þó hann ætti erfitt með að taka því. Þriðji leikurinn er framundan á mánudagskvöldið og deildarmeistararnir þurfa að skoða nokkra hluti sem fóru illa hjá þeim í kvöld. "Þetta er úrslitaleikur og spennustigið mjög hátt. Við vorum að missa boltann fram og til baka. Þetta er eitthvað sem við verðum að skoða. Ég er nýliðinn í þessu og að kynnast þessu í fyrsta skipti. Þetta er bara eitthvað sem við förum yfir." "Það er samt engin spurning að við eigum ekki að tapa þessum leik. Það hjálpar mér samt ekkert að vera pirraður núna. Við verðum bara að vera klárir í næsta leik sem við ætlum að vinna á heimavelli," sagði Finnur Freyr Stefánsson.Ólafur: Njótum ekki þeirrar virðingar sem við eigum skilið "Þetta leik ekki vel út framan af," sagði Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, sem fór á flug í fjórða leikhluta í kvöld og átti stóran þátt í því að Íslandsmeistararnir jöfnuðu einvígið gegn KR. "Við spiluðum illa lengst af en náðum samt að halda í þá. En svo keikir Daníel í okkur með þrist og fær villu og skorar úr vítinu. Það gaf okkur trú. Við getum alveg unnið þá, sko. Þetta verður bara rússíbanareið það sem eftir er." Ólafur segir liðið eiga mikið inni: "Við eigum Kanann alveg inni. Hann á 30 plús leik eftir og ég er bara að bíða eftir að hann detti inn. Ef hann gerir það ekki þá verðum við hinir bara að stíga upp. Við höfum alveg trú á að við getum unnið þetta." Líkt og í fyrra þegar Grindavík mætti Stjörnunni í úrslitum Dominos-deildarinnar eru fáir sem hafa trú á Grindavíkurliðinu og það fer eilítið í taugarnar á Ólafi. "Það hefur enginn trú á okkur og allir spá KR sigri. Við erum búnir að vinna tvö ár í röð en njótum ekki þeirrar virðingar sem við eigum skilið. Við virðum okkur bara sjálfir. Við þurfum að vinna KR til að vinna þriðja árið í röð og það stefnum við á að gera," sagði Ólafur Ólafsson.Ómar: Okkur líður ekkert illa inni á vellinum Ómar Sævarsson var maður leiksins hjá Grindavík í kvöld en hann skoraði 26 stig og tók 11 fráköst. Hann var sérstaklega drjúgur á lokasprettinum þegar Grindavík tryggði sér sigurinn en hann skoraði m.a. síðustu körfu leiksins. "KR-ingarnir eru búnir að vera duglegir að klippa út sóknarleikinn okkar þannig við virkuðum stirðir og hægir en í fjórða leikhluta fundum við leiðir í gegnum KR-liðið," sagði Ómar sem ætlaði sér að eiga stórleik í kvöld. "Þeir eru náttúrlega að falla aðeins af mér til að dekka sterkari sóknarmenn þannig ég var ákveðinn að ég vildi nýta mér þær glufur sem opnuðust og það tókst í dag." Líkt og Ólafur segir Ómar að Grindvíkingar hafi fulla trú á verkefninu þó flestir spái KR-ingum sigri í rimmunni. "Þótt ótrúlegt megi virðast þá er trúin svakalega inn í klefa hjá Grindavík þó hún sé ekki mikil í stúkunni eða í blaðamannastúkunni. Við höfum trú á okkur og ætlum að vinna í vesturbænum á mánudaginn," sagði Ómar Sævarsson. Hér að neðan má lesa leiklýsinguna.Grindavík-KR 79-76 (13-23, 20-17, 16-15, 30-21)Grindavík: Ómar Örn Sævarsson 26/11 fráköst/3 varin skot, Earnest Lewis Clinch Jr. 18/6 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/8 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 6, Jón Axel Guðmundsson 3/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 2, Jens Valgeir Óskarsson 0, Nökkvi Harðarson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Kjartan Helgi Steinþórsson 0.KR: Martin Hermannsson 20, Helgi Már Magnússon 17/5 fráköst, Demond Watt Jr. 14/12 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 11, Pavel Ermolinskij 7/5 fráköst, Darri Hilmarsson 5/7 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 2, Ólafur Már Ægisson 0, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 0, Illugi Steingrímsson 0, Högni Fjalarsson 0, Hugi Hólm Guðbjörnsson 0.LEIK LOKIÐ | 79-76 | Þvílíkur endasprettur. Brynjar Þór minnkar muninn í eitt stig með fallegum þristi frir KR en höfðinginn Ómar Sævarsson klárar þetta fyrir Grindavík. Staðan jöfn í einvíginu.40. mín | 75-73 | Jón Axel klaufi og fær á sig sína fimmtu villu með því að brjóta á Helga Magg í þriggja stiga skoti. Það geigar en Helgi setur niður öll þrjú vítaskotin. Tveggja stiga munur, Grindavík með boltann og Sverrir tekur leikhlé. 16 sekúndur eftir.39. mín | 73-68 | Martin Hermannson kemur KR aftur yfir með fallegu sniðskoti. Drengurinn er ótrúlegur. Hann hefur ekkert fyrir þessu. Hinum megin skorar Óli aðra þriggja stiga körfu og allt verður vitlaust. Jón Axel Guðmundsson stelur svo boltanum og fær dæmda óíþróttamannslega villu á Martin. Hann skorar úr öðru vítaskotinu og Ómar Sævarsson fylgir því eftir með fáránlega erfiðu stökkskoti. Grindavík fimm stigum yfir og 55 sekúndur eftir. Finnur tekur leikhlé. Heimamenn eru að stela þessum á endasprettinum!!!38. mín | 67-66 | Hver mætir með eina þriggja stiga körfu af löngu færi þegar neyðin er mest? Jú, auðvitað Ólafur Ólafsson. Hann kemur Grindavík yfir þegar 2:59 eru eftir af leiknum og ber sér á brjóst allhressilega.36. mín | 62-64 | Grindavík kemst yfir í fyrsta skipti síðan í fyrsta leikhluta en Martin skorar hinum megin og fær víti sem hann nýtir. KR aftur með forystuna.35. mín | 60-61 | Þristur frá Clinch og munurinn eitt stig en Helgi Magg svarar fyrir KR. Þakið er að rifna af Röstinni, slík er stemningin núna. Ómar skorar fyrir Grindavík og munurinn aftur eitt stig.33. mín | 53-57 | Daníel Guðmundsson setur niður þrist og fær villu á Pavel! Hann skorar úr vítaskotinu og munurinn allt í einu fjögur stig. Heimamenn á pöllunum taka við sér!32. mín | 49-57 | KR-ingar skora fyrstu stigin í fjórða leikhluta. Grindvíkingar verða að fara að fá stopp í vörninni og nýta skotin sín hinum megin ef KR á ekki að komast í 2-0.MYNDBAND: Farið neðst í lýsinguna til að sjá myndband af tröllatroðslu Ólafs Ólafssonar.Þriðja leikhluta lokið | 49-55 | Jæja, við erum með leik! Ómar Sævarsson setur niður vítaskot og erfitt stökkskot til viðbótar úr teignum og minnkar muninn í níu stig. Grindvíkingar vinna svo boltann í síðustu sókn KR-inga og Clinch skorar þriggja stiga körfu um leið og flautan gellur. Sex stiga leikur og tíu mínútur eftir.29. mín | 43-55 | Martin Hermansson fær galopið skot fyrir utan þriggja stiga línuna og þakkar fyrir það með að negla niður auðveldum þristi. Munurinn orðinn tólf stig og KR-ingar miklu betri þessa stundina. Grindvíkingar þurfa að fara að vakna. Sverrir tekur leikhlé og öskrar á sína menn. 1:52 eftir af þriðja leikhluta.28. mín | 43-52 | Glæsileg karfa frá Pavel. Hann sækir á Sigga Þorsteins undir körfunni og skorar þrátt fyrir frábæra vörn stóra mannsins. Báðir skella í gólfinu en standa strax á fætur - enda stríðsmenn.26. mín | 41-50 | Jóhann Árni er ekki enn kominn í gírinn fyrir Grindavík. Hann er án stiga og grýtir bara múrsteinum í körfuna. Helgi Magg setur þrist fyrir KR og munurinn níu stig. Grindavík verður að gera miklu betur til að vinna þetta KR-lið!24. mín | 39-45 | Fjögur stig frá Grindavík í röð. Þeir ætla ekki að hleypa KR of langt frá sér. Ómar Sævarsson fiskar boltann af Helga Má. Stemning í heimamönnum.22. mín | 35-45 | Áhorfendur þurfa að bíða í eina og hálfa mínútu eftir fyrstu körfu seinni hálfleiks en hún er glæsileg. Pavel snýr sér í tvo hringi í teignum og setur niður laglegt sniðskot. Siggi Þorsteins svarar hinum megin en Darri skorar þriggja stiga körfu fyrir KR og munurinn tíu stig á ný.Tölfræði úr fyrri hálfleik: Ómar Örn Sævarsson er stigahæstur á vellinum en hann er búinn að skora 11 stig fyrir Grindavík og taka 6 fráköst. Lewis Clinch er búinn að skora 10 stig og Siggi Þorsteins 8. Hjá KR er HElgi Már Magnússon stigahæstur með 9 stig og þeir Brynjar Þór Björnsson, Demond Watt og Martin Hermannsson eru allir með 8 stig. Grindavík er að hitta 38,5 prósent í teignum og 10 prósent úr 10 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. KR er með 28,6 prósent nýtingu fyrir utan en 66,7 prósent í teignum. Grindavík er að vinna frákastabaráttuna, 24-23. Grindavík er búið að taka 10 sóknarfráköst en ekki nýtt tækifærin sem þau hafa boðið upp á.Hálfleikur | 33-40 | KR-ingar sjö stigum yfir í hálfleik og eiga forystuna skilið. Þeir hafa verið betri í fyrri hálfleik og aldrei hleypt Grindvíkingum of nálægt sér eftir að þeir komust yfir. Grindvíkingar þurfa að bæta vörnina og fá meira framlag frá leikmönnum eins og Ólafi Ólafssyni (4 stig) og Jóhanni Árna Ólafssyni (0 stig) í seinni hálfleik.MYNDBAND: Farið neðst í lýsinguna til að sjá myndband af frábærum tilþrifum Martins Hermannssonar í fyrsta leikhluta.18. mín | 29-36 | Mistök á báða bóga núna og fínar varnir. Dómararnir leyfa sumt en dæma á annað. Það er að gera Sverri Þór Sverrisson á bekknum hjá Grindavík geðveikan. Clinch skorar úr tveimur vítaskotum.16. mín | 29-36 | Betra hjá heimamönnum sem nýta stóru mennina sína vel undir körfunni. Munurinn sex stig eftir þrist frá Clinch en Helgi skorar fyrir KR og heldur Grindavík í hæfilegri fjarlægt. KR að skora of auðveld stig núna.13. mín | 19-26 | Ómar Sævarsson byrjar annan leikhluta vel. Hann eltir Pavel uppi í hraðaupphlaupi, ver skot frá honum úr dauðafæri og heldur boltanum. Hinum megin setur hann svo niður erfitt stökkskot og minnkar muninn í sjö stig eftir að KR nær aftur smá rispu. Finnur Freyr tekur leikhlé.11. mín | 17-23| Stóru mennirnir hjá Grindavík, Siggi og Ómar Sævars, skora fyrstu tvær körfur annars leikhluta og minnka muninn í sex stig.Fyrsta leikhluta lokið | 13-23 | Þetta endar ekki vel hjá Grindvíkingum. Daníel Guðmundsson liggur í gólfinu en ekkert er dæmt og Sverrir og Þorleifur tryllast á bekknum. Sigmundur Már dómari fær nóg af öskrunum í Þorleifi aðallega og dæmir tæknivillu. Sigurður Gunnar brennir af skoti undir körfunni og skorar skorar úr hraðaupphlaupi þegar ein sekúnda er eftir af leikhlutanum. Tíu stiga munur.9. mín | 10-18 | Jón Axel Guðmundsson kemur inn á hjá Grindavík og tekst að fá tvær villur fyrir nánast ekki neitt með 20 sek millibili áður en hann snertir boltann. Það er afrek út af fyrir sig. Martin Hermannsson fíflar vörn KR upp úr skónum með sóðalegum tilþrifum og leggur boltann ofan í af spjaldinu. Þetta var fáránlega flott.7. mín | 10-14 | Clinch setur niður erfitt skot úr horninu sem hann heldur að sé þristur en svo er ekki. Tveggja stiga skot er það. Helgi Magnússon setur aftur á móti þrist niður fyrir KR, algjörlega dauðafrír. Eftir tvær misheppnaðar sóknir skorar Ólafur Ólafsson af harðfylgi fyrir heimamenn og munurinn fjögur stig. Bróðir hans, Þorleifur Ólafsson, er mjög æstur á bekknum.5. mín | 6-9 | Martin verður ráðþrota í hraðaupphlaupi því Grindvíkingar loka á sendingarmöguleika hans. Hann skýtur þá bara sjálfur og neglir niður þristi. KR tekur forystuna í fyrsta skipti.4. mín | 4-2 | Liðunum gengur illa að skora. Varnir beggja liða svakalega sterkar. Pavel skorar fyrir KR en Clinch svarar fyrir Grindavík. Menn leggja allt í sölurnar hérna.2. mín | 2-0 | Sigurður Gunnar Þorsteinsson skorar fyrstu stig leiksins eftir að rífa niður tvö sóknarfráköst. Harka í Sigga!1. mín | 0-0 | Leikurinn er hafinn!Fyrir leik: Leikmannakynning Grindavíkur frábær að vanda. Myndbandið kom vægast sagt öllum í stuð. Nema kannski KR-ingum sem tóku sama pól í hæðina og Stjörnumenn í fyrra og gengu til búningsklefa á meðan mesta stemningin reið yfir. Smá skotæfing og svo byrjar leikur tvö í lokaúrslitum Dominos-deildarinnar 2014!Fyrir leik: Leikmannakynningar og annað húllum hæ að detta í gang. Þrjár mínútur í leik.Fyrir leik: Dómarar leiksins í kvöld eru Sigurmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og skólastjórinn Leifur Sigfinnur Garðarsson. Tríóin gerast ekki mikið betri en það. Vonum að þeir eigi góðan leik eins og leikmennirnir og flauti ekki of mikið. Þetta er jú úrslitarimman.Fyrir leik: Jóhann Árni Ólafsson, Ólafur Ólafsson og Lewis Clinch eru að sjálfsögðu í sokkabuxunum góðu sem Fréttablaðið fjallaði um í gær. Þeir kjósa að kalla þetta "compression"-sokka. Af fréttum tengdum leiknum má einnig benda á lofræðu Benedikts Guðmundssonar um Martin Hermannsson. Hann hvetur okkur til að njóta hæfileika þessa unga manns á meðan við getum.Fyrir leik: Ómar Sævarsson, framherji Grindvíkinga, mætti síðastur til upphitunnar. Væntanlega nýkominn af framboðsfundi en Ómar er á lista Grindavíkurlistans sem býður fram í Bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum. Hann getur sópað inn nokkrum atkvæðum með góðri frammistöðu í þessu einvígi. Ómar var algjörlega frábær í rimmunni gegn Njarðvík en var rólegur í fyrsta leiknum gegn KR þar sem hann skilaði 7 stigum og 7 fráköstum.Fyrir leik: Hér eru 40 mínútur í leik en Röstin er við það að fyllast. Það ætlar enginn í Grindavíkurbæ að missa af þessum leik enda liðið í baráttunni um þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð. Strákarnir þeirra koma út á gólf til upphitunnar og fá dúndrandi lófatak. Hér sé stuð.Fyrir leik: KR vann fyrsta leikinn í DHL-höllinni, 93-84. Grindavík reyndi að elta KR-inga í leiknum en það gékk erfiðlega, sérstaklega þegar Darri Hilmarsson ákvað að setja niður fimm þrista í röð. Svoleiðis á náttúrlega að vera bannað börnum. Demond Watt yngri, Bandaríkjamaðurinn í liði KR, skoraði 22 stig og tók heil 18 fráköst í fyrsta leiknum. Hann var svakalegur undir körfunni. Grindvíkingum vantar mun meira framlag frá Sigurði Gunnari Þorsteinssyni í kvöld en Ísafjarðartröllið skoraði aðeins 12 stig og tók 5 fráköst í fyrsta leiknum.Fyrir leik: Það er sannkölluð úrslitakeppnisstemning hér í Röstinni í Grindavík. Heimamenn eru búnir að rigga upp risastjaldi þar sem sýnt verður stuðmyndband fyrir leik og þá eru sjónvarpssmenn Stöðvar 2 Sports að gera allt klárt fyrir beina útsendingu. Leikmenn eru hita sig upp á rúllum og taka nokkur skot undir dillandi tónlist. Maður hefur á tilfinningunni að eitthvað rosalegt gerist hér í kvöld.Fyrir leik: Deildarmeistarar KR eru með 1-0 forystu í einvíginu eftir öruggan sigur í fyrsta leiknum á heimavelli sínum í DHL-höllinni í vesturbæ Reykjavíkur. Grindvíkingar þurfa því helst á sigri að halda hér í kvöld til að lenda ekki í nær ómögulegri stöðu.Fyrir leik: Góða kvöldið lesendur góðir. Vísir heilsar úr Röstinni í Grindavík þar sem Íslands- og bikarmeistarar Grindavíkur taka á móti KR í annarri viðureign liðanna lokaúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta árið 2014.Snilldartilþrif hjá Martin: Tröllatroðsla hjá Óla Óla
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira