Fótbolti

Vill birta mynd af bananakastaranum á netinu

Alves og Neymar standa saman.
Alves og Neymar standa saman. vísir/getty
Brasilíumaðurinn Dani Alves vill að áhorfandanum sem kastaði að honum banana verði refsað á viðeigandi hátt fyrir rasismann.

Alves segir að sá er kastaði banananum sleppi of vel  og eigi skilið meiri refsingu en að fá ekkiað mæta á völlinn.

"Það ætti að setja mynd af honum á netið svo allir sjái hver hann er. Þá kannski myndi hann skammast sín," sagði Alves en hann er ekki ánægður með hvernig tekið er á rasistum á Spáni.

"Það eru fordómar gagnvart útlendingum hérna."

Alves hlaut heimsathygli fyrir að taka upp bananann og fá sér bita af honum. Í kjölfarið tók félagi hans, Neymar, upp á því að birta mynd af sér með banana og sagði okkur öll vera apa. Hvatti hann aðra til þess að birta mynd af sér með banana og það hafa fjölmargir gert.




Tengdar fréttir

Neymar: Við erum öll apar

Það vakti heimsathygli í gær þegar Dani Alves, leikmaður Barcelona, tók bita af banana sem var hent að honum í leik Barcelona í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×