Hvernig koma golfvellirnir undan erfiðum vetri? KÞH skrifar 29. apríl 2014 20:45 9. flötin á Hvaleyri Mynd/Birgir Vestmar Björnsson Hlíðarvöllur í Mosfellsbæ er eini 18 holu völlurinn sem hefur verið opnaður og þar hefur verið spilað á sumarflötum síðan 24 apríl. Fjögur mót hafa nú þegar verið haldin á vellinum og um 600 manns tekið þátt í þeim mótum. Völlurinn kemur vel undan vetri að sögn Steins G Ólafssonar vallarstjóra, en Kjalarmenn njóta góðs af nálægð við sjóinn þar sem klaki festist síður á vellinum. Aðeins flatir númer tólf og sextán fengu klaka á sig í vetur og var hann strax brotinn af og engar skemmdir sjánlegar. Hlíðarvöllur er því kominn í sumar fötin og menn þar á bæ bjartsýnir fyrir sumrinu.Hvaleyrarvöllur í Hafnarfirði kemur vel undan klaka vetrinum mikla að sögn Ólafs Þórs Ágústssonar framkvæmdarsjóra. Mikil vinna var lögð í að brjóta klaka af flötunum í vetur og fóru Janúar, Febrúar og stór hluti af marsmánuði nánast í það verkefni. Einnig voru flatirnar gataðar og grasvænar saltlausnir voru notaðar með þessum fína árángri. Ólafur segir að eitthvað sé um kal bletti á brautum í hrauninu en að það komi til með að jafna sig með hækkandi hitastigi. Keilismenn hafa fjárfest í mjög fullkomnu vökvunarkerfi sem auðveldar mikið alla þá vinnu sem liggur í því að vera með góðan golfvöll. Ólafur vill koma sérstöku þakklæti til vallastjóra og starfsfólks hans fyrir frábæra vinnu í vetur. Áætlað er að opna Hvaleyarvöll þann 4 maí.Leirdalur golfvöllur Kópavogs og Garðabæjar kemur vel undan vetri að sögn Agnars Más Jónssonar framkvæmdarstjóra. Mikil vinna fór í að brjóta klaka af flötum í vetur og voru þær einnig gataðar. Notast var við léttar vinnuvélar við brotið á klakanum til að hlífa flötum eins vel og hægt var. Einhverjar skemmdir eru á brautum og teigum en með hækkandi sól á það að jafna sig þegar líður á sumarið. Agnar segir að Gummi vallarstjóri eigi mikið hrós skilið fyrir alla þá vinnu sem lögð var í völlinn í vetur. Stefnt er að því að opna GKG 10 maí.Korpúlfsstaðarvöllur kemur vel undan vetri miðað við allan klakan í vetur og verður völlurinn opnaður fyrr en í fyrra að sögn Garðars Eyland framkvæmdarstjóra GR. Flatirnar hafa nánast sloppið og er það vegna þess að menn áttuðu sig fljótt á ástandinu og brugðust strax við segir Garðar.Grafholtsvöllur er alltaf seinni til og þar eru nokkrir sjánlegir áverkar segir Garðar og nefnir sérstaklega flatir númer 2 og 7. Heilt yfir er þetta ásættanlegt og er stefnt á opnun á Korpúlfsstaðarvelli þann 4 maí þar sem spilað verður Sjórinn/Áin.Urriðavöllur völlur golfklúbbsins Odds kemur heilt yfir vel undan vetri. Emil Emilsson framkvæmdarstjóri segir að mikið klakabrot á flötum hafi þruft til að að þetta yrði gott. Bæði starfsfólk og félsgsmenn í klúbbnum lögðust á eitt og mættu hvað eftir annað til að brjóta klaka af öllum flötum vallarins. Emil segir að tveir teigar mættu vera fallegri en vonast til að þeir nái sér fljótt með hækkandi hitastigi. Emil vill sérstaklega þakka öllu því félagsfólki sem mætti í sjálfboða vinnu við klakabrotið í vetur. Oddur stefnir að því að opna völlinn þann 10 maí. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Hlíðarvöllur í Mosfellsbæ er eini 18 holu völlurinn sem hefur verið opnaður og þar hefur verið spilað á sumarflötum síðan 24 apríl. Fjögur mót hafa nú þegar verið haldin á vellinum og um 600 manns tekið þátt í þeim mótum. Völlurinn kemur vel undan vetri að sögn Steins G Ólafssonar vallarstjóra, en Kjalarmenn njóta góðs af nálægð við sjóinn þar sem klaki festist síður á vellinum. Aðeins flatir númer tólf og sextán fengu klaka á sig í vetur og var hann strax brotinn af og engar skemmdir sjánlegar. Hlíðarvöllur er því kominn í sumar fötin og menn þar á bæ bjartsýnir fyrir sumrinu.Hvaleyrarvöllur í Hafnarfirði kemur vel undan klaka vetrinum mikla að sögn Ólafs Þórs Ágústssonar framkvæmdarsjóra. Mikil vinna var lögð í að brjóta klaka af flötunum í vetur og fóru Janúar, Febrúar og stór hluti af marsmánuði nánast í það verkefni. Einnig voru flatirnar gataðar og grasvænar saltlausnir voru notaðar með þessum fína árángri. Ólafur segir að eitthvað sé um kal bletti á brautum í hrauninu en að það komi til með að jafna sig með hækkandi hitastigi. Keilismenn hafa fjárfest í mjög fullkomnu vökvunarkerfi sem auðveldar mikið alla þá vinnu sem liggur í því að vera með góðan golfvöll. Ólafur vill koma sérstöku þakklæti til vallastjóra og starfsfólks hans fyrir frábæra vinnu í vetur. Áætlað er að opna Hvaleyarvöll þann 4 maí.Leirdalur golfvöllur Kópavogs og Garðabæjar kemur vel undan vetri að sögn Agnars Más Jónssonar framkvæmdarstjóra. Mikil vinna fór í að brjóta klaka af flötum í vetur og voru þær einnig gataðar. Notast var við léttar vinnuvélar við brotið á klakanum til að hlífa flötum eins vel og hægt var. Einhverjar skemmdir eru á brautum og teigum en með hækkandi sól á það að jafna sig þegar líður á sumarið. Agnar segir að Gummi vallarstjóri eigi mikið hrós skilið fyrir alla þá vinnu sem lögð var í völlinn í vetur. Stefnt er að því að opna GKG 10 maí.Korpúlfsstaðarvöllur kemur vel undan vetri miðað við allan klakan í vetur og verður völlurinn opnaður fyrr en í fyrra að sögn Garðars Eyland framkvæmdarstjóra GR. Flatirnar hafa nánast sloppið og er það vegna þess að menn áttuðu sig fljótt á ástandinu og brugðust strax við segir Garðar.Grafholtsvöllur er alltaf seinni til og þar eru nokkrir sjánlegir áverkar segir Garðar og nefnir sérstaklega flatir númer 2 og 7. Heilt yfir er þetta ásættanlegt og er stefnt á opnun á Korpúlfsstaðarvelli þann 4 maí þar sem spilað verður Sjórinn/Áin.Urriðavöllur völlur golfklúbbsins Odds kemur heilt yfir vel undan vetri. Emil Emilsson framkvæmdarstjóri segir að mikið klakabrot á flötum hafi þruft til að að þetta yrði gott. Bæði starfsfólk og félsgsmenn í klúbbnum lögðust á eitt og mættu hvað eftir annað til að brjóta klaka af öllum flötum vallarins. Emil segir að tveir teigar mættu vera fallegri en vonast til að þeir nái sér fljótt með hækkandi hitastigi. Emil vill sérstaklega þakka öllu því félagsfólki sem mætti í sjálfboða vinnu við klakabrotið í vetur. Oddur stefnir að því að opna völlinn þann 10 maí.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira