Hinir „nýfátæku“ Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 11. apríl 2014 14:09 Þegar við hugsum um fátækt á Íslandi er okkur nærtækt að hugsa um hópa eins og öryrkja, atvinnulausa, einstæða foreldra og eldri borgara. En ætli allir einstaklingar í þessum hópum séu endilega alltaf þeir sem verst standa? Gæti verið að einstaklingar í þessum týpísku „fátæktarhópum“ búi við minni skort en einhverjir einstaklingar sem teljast ekki til þessara hópa? Ég þekki persónulega nokkur dæmi um að svo sé. Svo kannski er ekki alltaf best að hugsa kjör einstaklinga útfrá fyrirfram skilgreindum hópum. Flestir öryrkjar búa samt sem áður við skammarlega bág kjör eins og við vitum flest og vil ég síst af öllu draga úr því. En mig langar að benda á aðra einstaklinga í þessu samfélagi sem ná ekki endum saman; hóp sem ég vil kalla: „hina nýfátæku“. Hinir nýfátæku eru yfirleitt foreldrar eins eða fleiri barna. Þetta er oft menntað fólk og vinnandi. Margir af þeim hafa lært „ómarkaðsvænar“ greinar í háskóla og aðrir svo „vitlausir“ að velja sér störf sem hlúa að börnum, sjúkum og öldruðum. Annars er þetta fólk með ýmis konar menntun og í fjölbreyttum störfum sem eru mikilvæg fyrir samfélagið okkar. Þetta fólk er oft í sambúð með öðrum „nýfátækum“ einstaklingi, þó ekki alltaf, og gjarnan skrá þeir sig ekki saman til að eiga meira til að bíta og brenna. Sumir eru þó giftir eða svo „löghlýðnir“ að skrá sig í sambúð. Þeir fá þó heldur betur að kenna á því um hver mánaðarmót eins og við vitum. Þetta fólk býr margt hvert í „eigin“ íbúð, og þið vitið vel af hverju ég set gæsalappir um eigin í þessu samhengi. Aðrir eru að leigja á uppsprengdum markaði. Þetta fólk nær flest ekki endum saman. Flestir eru með yfirdráttaheimild í bönkum gjarnan upp á hundruði þúsunda króna og yfirleitt kreditkortareikninga sem þeir ýta á undan sér og skipta greiðslum eftir því sem hægt er. Samt sem áður eru hinir nýfátæku með svo ,,há laun“ að þeir fá engar eða töluvert skertar bætur; hvort sem átt er við barna-, vaxta- eða húsaleigubætur. Margir hinna nýfátæku borga þar að auki meðlag með börnum og/eða fá skertan rétt til meðlags vegna sameiginlegs forræðis. Þegar raunveruleg framfærslugeta (öll laun og bætur að frádregnum gjöldum um hver mánaðarmót) hinna nýfátæku er skoðuð er hún oft svipuð og hinna fyrirframskilgreindu „fátækrahópa“. Það er því mikilvægt að vinna að hagsmunum allra þeirra sem ná ekki endum saman í okkar ríka samfélagi. Og þeir eru margir. Árið 2007 gátu 70% íslendinga komist í gegnum greiðslumat til að kaupa íbúð en í dag komast eingöngu 30% Íslendinga í gegnum greiðslumat. Þetta er mjög alvarleg staða. Sérstakleg þar sem leigumarkaðurinn er glæpsamlega hár. Enda hafa aldrei fleiri einstaklingar verið án lögheimilis á Íslandi en nú er. Borgin getur verið í fararbroddi með að virða sjálfsögð mannréttindi fólks og kappkostað að veita öllum sem ná ekki endum saman sómasamlegt lífsviðurværi. Þetta á bæði við um fjárhagsaðstoð borgarinnar, laun innan borgarinnar, bætur, leiguíbúðir o.s.frv. Dögun talar fyrir aukinni tekjutengingu í öllum gjaldskrám borgarinnar þar sem þeir sem hafa mest milli handanna borgi mest. Dögun leggur áherslu á lagalega skyldu borgarinnar til að sjá þeim farborða sem ekki geta það sjálfir og vill vinna að hagsmunum allra sem ná ekki endum saman. Þetta má gera með skýrari forgangsröðun fyrst og fremst í þágu fólksins og almannahagsmuna. Meiri mannúð í borgina okkar takk fyrir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Þegar við hugsum um fátækt á Íslandi er okkur nærtækt að hugsa um hópa eins og öryrkja, atvinnulausa, einstæða foreldra og eldri borgara. En ætli allir einstaklingar í þessum hópum séu endilega alltaf þeir sem verst standa? Gæti verið að einstaklingar í þessum týpísku „fátæktarhópum“ búi við minni skort en einhverjir einstaklingar sem teljast ekki til þessara hópa? Ég þekki persónulega nokkur dæmi um að svo sé. Svo kannski er ekki alltaf best að hugsa kjör einstaklinga útfrá fyrirfram skilgreindum hópum. Flestir öryrkjar búa samt sem áður við skammarlega bág kjör eins og við vitum flest og vil ég síst af öllu draga úr því. En mig langar að benda á aðra einstaklinga í þessu samfélagi sem ná ekki endum saman; hóp sem ég vil kalla: „hina nýfátæku“. Hinir nýfátæku eru yfirleitt foreldrar eins eða fleiri barna. Þetta er oft menntað fólk og vinnandi. Margir af þeim hafa lært „ómarkaðsvænar“ greinar í háskóla og aðrir svo „vitlausir“ að velja sér störf sem hlúa að börnum, sjúkum og öldruðum. Annars er þetta fólk með ýmis konar menntun og í fjölbreyttum störfum sem eru mikilvæg fyrir samfélagið okkar. Þetta fólk er oft í sambúð með öðrum „nýfátækum“ einstaklingi, þó ekki alltaf, og gjarnan skrá þeir sig ekki saman til að eiga meira til að bíta og brenna. Sumir eru þó giftir eða svo „löghlýðnir“ að skrá sig í sambúð. Þeir fá þó heldur betur að kenna á því um hver mánaðarmót eins og við vitum. Þetta fólk býr margt hvert í „eigin“ íbúð, og þið vitið vel af hverju ég set gæsalappir um eigin í þessu samhengi. Aðrir eru að leigja á uppsprengdum markaði. Þetta fólk nær flest ekki endum saman. Flestir eru með yfirdráttaheimild í bönkum gjarnan upp á hundruði þúsunda króna og yfirleitt kreditkortareikninga sem þeir ýta á undan sér og skipta greiðslum eftir því sem hægt er. Samt sem áður eru hinir nýfátæku með svo ,,há laun“ að þeir fá engar eða töluvert skertar bætur; hvort sem átt er við barna-, vaxta- eða húsaleigubætur. Margir hinna nýfátæku borga þar að auki meðlag með börnum og/eða fá skertan rétt til meðlags vegna sameiginlegs forræðis. Þegar raunveruleg framfærslugeta (öll laun og bætur að frádregnum gjöldum um hver mánaðarmót) hinna nýfátæku er skoðuð er hún oft svipuð og hinna fyrirframskilgreindu „fátækrahópa“. Það er því mikilvægt að vinna að hagsmunum allra þeirra sem ná ekki endum saman í okkar ríka samfélagi. Og þeir eru margir. Árið 2007 gátu 70% íslendinga komist í gegnum greiðslumat til að kaupa íbúð en í dag komast eingöngu 30% Íslendinga í gegnum greiðslumat. Þetta er mjög alvarleg staða. Sérstakleg þar sem leigumarkaðurinn er glæpsamlega hár. Enda hafa aldrei fleiri einstaklingar verið án lögheimilis á Íslandi en nú er. Borgin getur verið í fararbroddi með að virða sjálfsögð mannréttindi fólks og kappkostað að veita öllum sem ná ekki endum saman sómasamlegt lífsviðurværi. Þetta á bæði við um fjárhagsaðstoð borgarinnar, laun innan borgarinnar, bætur, leiguíbúðir o.s.frv. Dögun talar fyrir aukinni tekjutengingu í öllum gjaldskrám borgarinnar þar sem þeir sem hafa mest milli handanna borgi mest. Dögun leggur áherslu á lagalega skyldu borgarinnar til að sjá þeim farborða sem ekki geta það sjálfir og vill vinna að hagsmunum allra sem ná ekki endum saman. Þetta má gera með skýrari forgangsröðun fyrst og fremst í þágu fólksins og almannahagsmuna. Meiri mannúð í borgina okkar takk fyrir!
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun