Fótbolti

Real Madrid tyllti sér á toppinn

Di Maria fagnar marki sínu í kvöld.
Di Maria fagnar marki sínu í kvöld. vísir/afp
Real Madrid komst í kvöld í toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Þar verður að liðið að minnsta kosti í tæpan sólarhring. Real vann auðveldan 4-0 sigur á Almeria og liðið lenti ekki í neinum vandræðum þó svo það væri án Cristiano Ronaldo.

Argentínumaðurinn Angel di Maria kom þeim yfir um miðjan fyrri hálfleik og reyndist það vera eina mark fyrri hálfleiks.

Í upphafi síðari hálfleiks bættu Gareth Bale og Isco við mörkum á aðeins þriggja mínútna kafla. Það var meira en Almeria réð við. Sex mínútum fyrir leikslok birtist svo Alvaro Morata með síðasta naglann í kistu gestanna.

Real og Atletico eru bæði með 79 stig en Barcelona er með 78. Atletico hefur aftur á móti leikið einum leik færra.

Atletico Madrid spilar svo gegn Getafe á morgun og getur þá endurheimt toppsætið og náð þriggja stiga forskoti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×