Anna faldi ástmann sinn í Paradísarhelli Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2014 21:00 Ástarsaga sem fylgt hefur Eyfellingum mann fram af manni í fimmhundruð ár, sagan um Önnu á Stóru-Borg, vinnumanninn Hjalta og Paradísarhelli, hefur nú í fyrsta sinn verið færð upp á svið. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum “Um land allt” í kvöld var fjallað um leiksýninguna og sannleiksgildi og staðhættir sögunnar kannaðir undir Eyjafjöllum. Sagan segir að Anna hafi falið ástmann sinn í Paradísarhelli en þar skammt frá, í félagsheimilinu Heimalandi, sýnir Leikfélag Austur-Eyfellinga þessa dagana leikgerð sögunnar um Önnu á Stóru-Borg; um ástir ríkrar konu og fátæks vinnumanns.Anna og Hjalti í Paradísarhelli. Jón Helgi Ingvarsson og Þórunn Ólafsdóttir í hlutverkum sínum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bæjarstæði hinnar fornu Stóru-Borgar við ströndina er nú að mestu eytt af sjávarbrimi en Þórður Tómasson á Skógum segir okkur að ekki þurfi að efast um að Anna var til. „Anna á Stóru-Borg er raunveruleg persóna því það eru heimildir til um hana í skjölum sextándu aldar í sambandi við bæði hennar ástamál og svo fráfall Páls, bróður hennar, og erfðamál í sambandi við það,” segir Þórður.Bróðirinn Páll bregst reiður við þegar hann fréttir að systir sín sé barnshafandi og ákveður að drepa Hjalta.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Það var einmitt Páll bróðir hennar sem barðist gegn ástarsambandinu og ætlaði að drepa Hjalta en söguna um Hjalta í hellinum varðveittu Eyfellingar í munnmælum. „Gamla fólkið sagði þetta fullum fetum. Þeir sögðu mér, gömlu mennirnir, að Hjalti hefði búið í tvö ár í Paradísarhelli,” segir Þórður. Á Byggðasafninu á Skógum eru varðveittir munir frá Stóru-Borg, eins og barnsskór, sem Þórður telur ekki fjarstæðu að tengja við þau börn sem ástarsamband Önnu og Hjalta gat af sér. Þau Þórunn Ólafsdóttir og Jón Helgi Ingvarsson leika parið á sviðinu. Eiginmaður Þórunnar, Jón Sigurðsson, leikur einnig í verkinu en þó ekki ástmanninn unga. Hann var spurður hvort sér fyndist ekki erfitt að sjá eiginkonuna fara upp í rúm með ungum pilti: „Það er ágætt að geta haft auga með því,” svaraði hann hlæjandi.Þórður Tómasson á Skógum með barnsskó sem fannst á Stóru-Borg. Eitt af börnum Önnu og Hjalta gæti hafa átt skóinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Leikhús Rangárþing eystra Um land allt Tengdar fréttir Þegar Anna á Stóru-Borg tók 15 árum yngri pilt upp í rúm Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins "Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. 14. apríl 2014 16:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ástarsaga sem fylgt hefur Eyfellingum mann fram af manni í fimmhundruð ár, sagan um Önnu á Stóru-Borg, vinnumanninn Hjalta og Paradísarhelli, hefur nú í fyrsta sinn verið færð upp á svið. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum “Um land allt” í kvöld var fjallað um leiksýninguna og sannleiksgildi og staðhættir sögunnar kannaðir undir Eyjafjöllum. Sagan segir að Anna hafi falið ástmann sinn í Paradísarhelli en þar skammt frá, í félagsheimilinu Heimalandi, sýnir Leikfélag Austur-Eyfellinga þessa dagana leikgerð sögunnar um Önnu á Stóru-Borg; um ástir ríkrar konu og fátæks vinnumanns.Anna og Hjalti í Paradísarhelli. Jón Helgi Ingvarsson og Þórunn Ólafsdóttir í hlutverkum sínum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bæjarstæði hinnar fornu Stóru-Borgar við ströndina er nú að mestu eytt af sjávarbrimi en Þórður Tómasson á Skógum segir okkur að ekki þurfi að efast um að Anna var til. „Anna á Stóru-Borg er raunveruleg persóna því það eru heimildir til um hana í skjölum sextándu aldar í sambandi við bæði hennar ástamál og svo fráfall Páls, bróður hennar, og erfðamál í sambandi við það,” segir Þórður.Bróðirinn Páll bregst reiður við þegar hann fréttir að systir sín sé barnshafandi og ákveður að drepa Hjalta.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Það var einmitt Páll bróðir hennar sem barðist gegn ástarsambandinu og ætlaði að drepa Hjalta en söguna um Hjalta í hellinum varðveittu Eyfellingar í munnmælum. „Gamla fólkið sagði þetta fullum fetum. Þeir sögðu mér, gömlu mennirnir, að Hjalti hefði búið í tvö ár í Paradísarhelli,” segir Þórður. Á Byggðasafninu á Skógum eru varðveittir munir frá Stóru-Borg, eins og barnsskór, sem Þórður telur ekki fjarstæðu að tengja við þau börn sem ástarsamband Önnu og Hjalta gat af sér. Þau Þórunn Ólafsdóttir og Jón Helgi Ingvarsson leika parið á sviðinu. Eiginmaður Þórunnar, Jón Sigurðsson, leikur einnig í verkinu en þó ekki ástmanninn unga. Hann var spurður hvort sér fyndist ekki erfitt að sjá eiginkonuna fara upp í rúm með ungum pilti: „Það er ágætt að geta haft auga með því,” svaraði hann hlæjandi.Þórður Tómasson á Skógum með barnsskó sem fannst á Stóru-Borg. Eitt af börnum Önnu og Hjalta gæti hafa átt skóinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Leikhús Rangárþing eystra Um land allt Tengdar fréttir Þegar Anna á Stóru-Borg tók 15 árum yngri pilt upp í rúm Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins "Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. 14. apríl 2014 16:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þegar Anna á Stóru-Borg tók 15 árum yngri pilt upp í rúm Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins "Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. 14. apríl 2014 16:30