Þrír í forystu á RBC Heritage eftir fyrsta hring 17. apríl 2014 23:28 Kuchar hefur spilað stöðugt og gott golf að undanförnu. AP/Getty Eftir spennandi Mastersmót eru margir af bestu kylfingum heims sem taka það rólega helgina eftir en þrátt fyrir það eru mörg þekkt nöfn sem eru með á RBC Heritage mótinu sem fram fer á Harbour Town vellinum í Suður-Karólínufylki. Meðal þeirra er Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar sem hefur verið í miklu stuði að undanförnu en hann leiðir mótið eftir fyrsta hring ásamt löndum sínum Scott Langley og William McGirt. Allir léku þeir fyrsta hring á 66 höggum eða fimm höggum undir pari en einn í fjórða sæti er Harry English á þremur höggum undir pari. Það verður áhugavert að fylgjast með hvort að Matt Kuchar tekst að fylgja þessari góðu byrjun eftir en hann hefur verið í hörku baráttu um sigur á síðustu þremur mótum á PGA-mótaröðinni og er greinilega að spila sitt besta golf þessa dagana. Þá voru augu margra á hinum unga Jordan Spieth eftir frábæra frammistöðu á Mastersmótinu um síðustu helgi. Hann lék með Tom Watson í holli í dag en það eru ekki nema 44 ár á milli þeirra tveggja. Spieth hóf mótið vel og deilir fimmta sætinu með 15 öðrum kylfingum á tveimur höggum undir pari. Annar hringur á RBC Heritage verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 á morgun. Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Eftir spennandi Mastersmót eru margir af bestu kylfingum heims sem taka það rólega helgina eftir en þrátt fyrir það eru mörg þekkt nöfn sem eru með á RBC Heritage mótinu sem fram fer á Harbour Town vellinum í Suður-Karólínufylki. Meðal þeirra er Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar sem hefur verið í miklu stuði að undanförnu en hann leiðir mótið eftir fyrsta hring ásamt löndum sínum Scott Langley og William McGirt. Allir léku þeir fyrsta hring á 66 höggum eða fimm höggum undir pari en einn í fjórða sæti er Harry English á þremur höggum undir pari. Það verður áhugavert að fylgjast með hvort að Matt Kuchar tekst að fylgja þessari góðu byrjun eftir en hann hefur verið í hörku baráttu um sigur á síðustu þremur mótum á PGA-mótaröðinni og er greinilega að spila sitt besta golf þessa dagana. Þá voru augu margra á hinum unga Jordan Spieth eftir frábæra frammistöðu á Mastersmótinu um síðustu helgi. Hann lék með Tom Watson í holli í dag en það eru ekki nema 44 ár á milli þeirra tveggja. Spieth hóf mótið vel og deilir fimmta sætinu með 15 öðrum kylfingum á tveimur höggum undir pari. Annar hringur á RBC Heritage verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 á morgun.
Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira