Benedikt talar um nýja stjórnmálahreyfingu Júlía Margrét Einarsdóttir og Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. apríl 2014 17:15 Útlit er fyrir miklum stuðningi við nýtt stjórnmálaafls. Benedikt Jóhannesson ritstjóri Vísbendingar gaf orðrómi um stofnun nýs stjórnmálaafls byr undir báða vængi í ræðu sinni á samstöðufundinum á Austurvelli í dag. Vitnaði hann í orð Davíðs Oddssonar fyrrum forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins og lagði til að þau yrðu höfð að einkunnarorðum nýja stjórnmálaaflsins. Benedikt sagði í ræðu sinni:Það er því óheppilegt að borið hefur á því að við séum sjálfir að búa okkur til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með veikja okkar eigin samningsstöðu er við mætum með sjálfsskapaða annmarka til viðræðna við Evrópusambandið.Við megum síst af öllu ganga að þessu viðfangsefni með þrá um forna innilokun og einokun alteknir af ótta og kjarkleysi. Við verðum að sýna reisn og styrk og forðast einangurnarþörf og minnimáttarkennd. Til slíkra viðræðna hljótum við að ganga sannfærðir um það að reyna að ná fram hinu besta, en jafnframt tilbúnir til að hverfa frá leiðinni, ef niðurstaðan er ekki þolaleg. Höfum þessi orð Davíðs Oddssonar í huga þegar við höldum heim. Flykkjum okkur undir merki gamla foringjans. Þau gætu orðið einkunnarorð nýrrar stjórnmálahreyfingar." Fjöldi manns mætti til fundarins og var ræðu Benedikts ákaft fagnað af fundargestum. Benedikt er formaður félags Sjálfstæðra Evrópumanna. Fyrr í mánuðinum var hann spurður um nýtt stjórnmálaafl - hægrisinnaðan Evrópuflokk. „Maður kemst varla út eða það líður varla sá klukkutími að maður fái ekki einn eða fleiri tölvupósta eða hringingar þar sem fólk er að lýsa yfir áhuga á þessu,“ sagði Benedikt þá, í samtali við Vísi. Hann sagði vera gerjun víða í samfélaginu og margir hefðu áhuga á nýju framboði. MMR birti niðurstöður könnunar í upphafi mánaðarins sem sýndu að tæplega 40% aðspurðra gæti hugsað sér að kjósa framboð sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, væri hægra megin við hina pólitísku miðju og legði áherslu á Evrópusambandsaðild. ESB-málið Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira
Benedikt Jóhannesson ritstjóri Vísbendingar gaf orðrómi um stofnun nýs stjórnmálaafls byr undir báða vængi í ræðu sinni á samstöðufundinum á Austurvelli í dag. Vitnaði hann í orð Davíðs Oddssonar fyrrum forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins og lagði til að þau yrðu höfð að einkunnarorðum nýja stjórnmálaaflsins. Benedikt sagði í ræðu sinni:Það er því óheppilegt að borið hefur á því að við séum sjálfir að búa okkur til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með veikja okkar eigin samningsstöðu er við mætum með sjálfsskapaða annmarka til viðræðna við Evrópusambandið.Við megum síst af öllu ganga að þessu viðfangsefni með þrá um forna innilokun og einokun alteknir af ótta og kjarkleysi. Við verðum að sýna reisn og styrk og forðast einangurnarþörf og minnimáttarkennd. Til slíkra viðræðna hljótum við að ganga sannfærðir um það að reyna að ná fram hinu besta, en jafnframt tilbúnir til að hverfa frá leiðinni, ef niðurstaðan er ekki þolaleg. Höfum þessi orð Davíðs Oddssonar í huga þegar við höldum heim. Flykkjum okkur undir merki gamla foringjans. Þau gætu orðið einkunnarorð nýrrar stjórnmálahreyfingar." Fjöldi manns mætti til fundarins og var ræðu Benedikts ákaft fagnað af fundargestum. Benedikt er formaður félags Sjálfstæðra Evrópumanna. Fyrr í mánuðinum var hann spurður um nýtt stjórnmálaafl - hægrisinnaðan Evrópuflokk. „Maður kemst varla út eða það líður varla sá klukkutími að maður fái ekki einn eða fleiri tölvupósta eða hringingar þar sem fólk er að lýsa yfir áhuga á þessu,“ sagði Benedikt þá, í samtali við Vísi. Hann sagði vera gerjun víða í samfélaginu og margir hefðu áhuga á nýju framboði. MMR birti niðurstöður könnunar í upphafi mánaðarins sem sýndu að tæplega 40% aðspurðra gæti hugsað sér að kjósa framboð sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, væri hægra megin við hina pólitísku miðju og legði áherslu á Evrópusambandsaðild.
ESB-málið Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira