Finnar komust óvænt í undankeppni EM 2016 | Geta mætt Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2014 11:00 Richard Sundberg skoraði fjögur mörk. Vísir/AFP Finnland verður í pottinum á föstudaginn þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM 2016 í handbolta en Finnar gerðu sér lítið fyrir og lögðu fjórfalda heimsmeistara Rúmena, 62-61, í umspili um sæti í undankeppninni. Finnar töpuðu fyrri leiknum á útivelli, 32-30, en unnu þann seinni á heimavelli í gær, 32-29. Þeir voru algjörlega með leikinn í höndum sér í stöðunni 30-22 en Rúmenar áttu frábæran lokakafla og minnkuðu muninn niður í þrjú mörk, 31-28. Stuðningsmenn finnska liðsins í íþróttahöllinni í Karjaa gátu þó fagnað sögulegum sigri því heimamenn skoruðu eitt mark til viðbótar sem dugði til og fá Finnar nú stórþjóðir í heimsókn í undankeppninni. Það ætti ekki að minnka áhugann á íþróttinni þar í landi. Finnskur handbolti virðist vera á mikilli uppleið en besta félagsliðið þar í landi, Cocks, komst í 8 liða úrslit Áskorandabikars Evrópu eins og Vísir greindi frá fyrir nokkrum vikum. Aldrei áður hefur finnskt lið komist svo langt í Evrópukeppni. Markahæsti maður Finnlands í gær, Teemu Tamminen (8 mörk), er leikmaður Cocks sem kemur frá bænum Riihimäki. Þar má finna 10 prósent allra þeirra sem stunda handbolta í Finnlandi. Bosnía og Hersegóvína, sem Ísland mætir í sumar í umspili um sæti á HM 2015, verður einnig í pottinum á föstudaginn þegar dregið verður en Bosníumenn unnu Grikki samanlagt, 55-45, í tveimur leikjum. Bæði lið verða í neðsta styrkleikaflokki ásamt Ísrael, Úkraínu, Tyrklandi og Sviss sem var þriðja liðið sem komst í undankeppnina í gegnum umspilið í gær. Ísland er í öðrum styrkleikaflokki og getur því mætt annað hvort Bosníu eða Finnlandi í riðlakeppninni. EM 2016 fer fram í Póllandi 17.-31. janúar 2016 en drátturinn í undankeppni mótsins fer fram sem fyrr segir á föstudaginn klukkan 9.30.Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn:1. flokkur: Danmörk, Spánn, Króatía, Frakkland, Serbía, Ungverjaland, Slóvenía.2. flokkur: Ísland, Þýskaland, Makedónía, Rússland, Svíþjóð, Hvíta-Rússland, Noregur.3. flokkur: Austurríki, Tékkland, Svartfjallaland, Slóvakía, Litháen, Portúgal, Holland.4. flokkur: Bosnía og Hersegóvína, Ísrael, Lettland, Sviss, Úkraína, Tyrkland, Finnland. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Finnland verður í pottinum á föstudaginn þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM 2016 í handbolta en Finnar gerðu sér lítið fyrir og lögðu fjórfalda heimsmeistara Rúmena, 62-61, í umspili um sæti í undankeppninni. Finnar töpuðu fyrri leiknum á útivelli, 32-30, en unnu þann seinni á heimavelli í gær, 32-29. Þeir voru algjörlega með leikinn í höndum sér í stöðunni 30-22 en Rúmenar áttu frábæran lokakafla og minnkuðu muninn niður í þrjú mörk, 31-28. Stuðningsmenn finnska liðsins í íþróttahöllinni í Karjaa gátu þó fagnað sögulegum sigri því heimamenn skoruðu eitt mark til viðbótar sem dugði til og fá Finnar nú stórþjóðir í heimsókn í undankeppninni. Það ætti ekki að minnka áhugann á íþróttinni þar í landi. Finnskur handbolti virðist vera á mikilli uppleið en besta félagsliðið þar í landi, Cocks, komst í 8 liða úrslit Áskorandabikars Evrópu eins og Vísir greindi frá fyrir nokkrum vikum. Aldrei áður hefur finnskt lið komist svo langt í Evrópukeppni. Markahæsti maður Finnlands í gær, Teemu Tamminen (8 mörk), er leikmaður Cocks sem kemur frá bænum Riihimäki. Þar má finna 10 prósent allra þeirra sem stunda handbolta í Finnlandi. Bosnía og Hersegóvína, sem Ísland mætir í sumar í umspili um sæti á HM 2015, verður einnig í pottinum á föstudaginn þegar dregið verður en Bosníumenn unnu Grikki samanlagt, 55-45, í tveimur leikjum. Bæði lið verða í neðsta styrkleikaflokki ásamt Ísrael, Úkraínu, Tyrklandi og Sviss sem var þriðja liðið sem komst í undankeppnina í gegnum umspilið í gær. Ísland er í öðrum styrkleikaflokki og getur því mætt annað hvort Bosníu eða Finnlandi í riðlakeppninni. EM 2016 fer fram í Póllandi 17.-31. janúar 2016 en drátturinn í undankeppni mótsins fer fram sem fyrr segir á föstudaginn klukkan 9.30.Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn:1. flokkur: Danmörk, Spánn, Króatía, Frakkland, Serbía, Ungverjaland, Slóvenía.2. flokkur: Ísland, Þýskaland, Makedónía, Rússland, Svíþjóð, Hvíta-Rússland, Noregur.3. flokkur: Austurríki, Tékkland, Svartfjallaland, Slóvakía, Litháen, Portúgal, Holland.4. flokkur: Bosnía og Hersegóvína, Ísrael, Lettland, Sviss, Úkraína, Tyrkland, Finnland.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira