Sögulegur árangur Cocks Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. mars 2014 22:30 Cocks-menn eru komnir í átta liða úrslit. Mynd/Heimasíða Cocks. Finnska handboltaliðið Cocks er að endurskrifa handboltasöguna þar í landi en liðið er komið alla leið í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu. Svo langt hefur finnskt lið aldrei áður komist í Evrópukeppni. Finnar hafa lengið staðið í skugganum á hinum Norðurlandaþjóðunum þegar kemur að handbolta en Cocks-menn gera það nú gott og eiga möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar. Cocks vann fyrst ítalska liðið Pallamano Pressano, samanlagt 57-45, í tveimur leikjum í þriðju umferð mótsins áður en HC Spartak frá Búlgaríu var niðurlægt, 68-39. Næst mætir Cocks RK Metaloplastika Sabac frá Serbíu og fer fyrri leikurinn fram í Hyvinkään-höllinni Finnlandi á morgun. „Það virðist vera að við séum með besta lið Cocks frá upphafi. Við erum að spila vel en vissulega hafa handboltaguðirnir verið okkur hliðhollir,“ segir Kaj Kekki, þjálfari liðsins, á vef evrópska handknattleikssambandsins. „Það skiptir okkur engu máli að við höfum bætt besta árangur Finna í Evrópukeppni. Það góða er að við erum búnir að vinna alla fjóra leikina og okkur þyrstir í meira.“Tíu prósent allra finnskra handbolta manna í Cocks Cocks-liðið kemur frá bænum Riihimäki sem er rétt tæpum 70km frá Helsinki en þar búa tæplega 30.000 manns. Um 3.000 Finnar æfa handbolta og eru 300 þeirra eru skráðir í Cocks. Félagið hefur því innanborðs um tíu prósent allra þeirra sem æfa handbolta í landinu. Riihimäki er svo sannarlega handboltaborg Finnlands. Cocks er á toppnum í finnsku deildinni auk þess sem það er í þriðja sæti í Eystrasaltsdeildinni þar sem spila lið frá Eistlandi, Lettlandi, Hvíta-Rússlandi, Finnlandi og Litháen. „Að spila í þeirri deild gefur okkur mikla reynslu í alþjóðlegum handbolta. Félagið hefur spilað í henni í sex ár og síðasta sumar ákváðum við að taka næsta skref og skrá okkur í Áskorendabikarann. Það er svolítið erfitt að meta hvað við getum farið langt í Evrópu því við höfum ekki séð öll liðin spila ennþá,“ segir Kaj Kekki. Hér að neðan má sjá fyrri leik Cocks gegn ítalska liðinu Pallamano Pressano í þriðju umferð Áskorendabikarsins. Cocks-menn eru rauðir. Handbolti Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Finnska handboltaliðið Cocks er að endurskrifa handboltasöguna þar í landi en liðið er komið alla leið í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu. Svo langt hefur finnskt lið aldrei áður komist í Evrópukeppni. Finnar hafa lengið staðið í skugganum á hinum Norðurlandaþjóðunum þegar kemur að handbolta en Cocks-menn gera það nú gott og eiga möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar. Cocks vann fyrst ítalska liðið Pallamano Pressano, samanlagt 57-45, í tveimur leikjum í þriðju umferð mótsins áður en HC Spartak frá Búlgaríu var niðurlægt, 68-39. Næst mætir Cocks RK Metaloplastika Sabac frá Serbíu og fer fyrri leikurinn fram í Hyvinkään-höllinni Finnlandi á morgun. „Það virðist vera að við séum með besta lið Cocks frá upphafi. Við erum að spila vel en vissulega hafa handboltaguðirnir verið okkur hliðhollir,“ segir Kaj Kekki, þjálfari liðsins, á vef evrópska handknattleikssambandsins. „Það skiptir okkur engu máli að við höfum bætt besta árangur Finna í Evrópukeppni. Það góða er að við erum búnir að vinna alla fjóra leikina og okkur þyrstir í meira.“Tíu prósent allra finnskra handbolta manna í Cocks Cocks-liðið kemur frá bænum Riihimäki sem er rétt tæpum 70km frá Helsinki en þar búa tæplega 30.000 manns. Um 3.000 Finnar æfa handbolta og eru 300 þeirra eru skráðir í Cocks. Félagið hefur því innanborðs um tíu prósent allra þeirra sem æfa handbolta í landinu. Riihimäki er svo sannarlega handboltaborg Finnlands. Cocks er á toppnum í finnsku deildinni auk þess sem það er í þriðja sæti í Eystrasaltsdeildinni þar sem spila lið frá Eistlandi, Lettlandi, Hvíta-Rússlandi, Finnlandi og Litháen. „Að spila í þeirri deild gefur okkur mikla reynslu í alþjóðlegum handbolta. Félagið hefur spilað í henni í sex ár og síðasta sumar ákváðum við að taka næsta skref og skrá okkur í Áskorendabikarann. Það er svolítið erfitt að meta hvað við getum farið langt í Evrópu því við höfum ekki séð öll liðin spila ennþá,“ segir Kaj Kekki. Hér að neðan má sjá fyrri leik Cocks gegn ítalska liðinu Pallamano Pressano í þriðju umferð Áskorendabikarsins. Cocks-menn eru rauðir.
Handbolti Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira