Erlent

„Ég var hrifnari af henni en hún af mér“

Ingvar Haraldsson skrifar
Oscar grét við vitnaleiðslurnar í gær.
Oscar grét við vitnaleiðslurnar í gær. MYND/AFP
Vitnaleiðslur yfir suður-afríska spretthlauparanum Oscar Pistorius standa nú yfir annan daginn í röð.

Í morgun sagði Pistorius að hann hefði verið hrifnari af Reeva Steenkamp en hún af honum þegar þau byrjuðu að hittast.

Í réttarhöldunum komu einnig fram einkaskilaboð Reeva Steenkamp nokkrum vikum áður en Oscar skaut hana til bana. Þar kom fram að hún hefði stundum verið hrædd við Pistorius.  Oscar svaraði þeim ásökunum að hann hefði stundum verið óöruggur, viðkvæmur og öfundsjúkur.

Hann heldur því hins vegar fram að hann hafi ekki skotið unnustu sína Rene Steenkamp af yfirlögðu ráði þann 14. febrúar 2013 líkt og saksóknari heldur fram. Pistorius segir að hann hafi haldið að hún væri innbrotsþjófur.

Þá sagði Oscar frá því að Reeva Steenkamp hefði fengið haturspósta fyrir að hitta Oscar.  "Það voru búnir til notendaaðgangar á Twitter til að níðast að Steenkamp. Hún átti mjög erfitt með að höndla þá athygli. Hún hafði ekki þurft að takast á við slíkt áður.“

Pistorius virðist rólegri í dag en hann var í gær þó hann hafi reglulega þurft að halda aftur af tárunum.

Oscar Pistorius er einnig ákærður fyrir að skjóta byssu í gegnum sóllúgu á bíl. Hann neitaði þeim ásökunum við vitnaleiðslurnar í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×