Fótbolti

Real og Chelsea komust áfram | Horfðu á Meistaradeildarmörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Real Madrid og Chelsea urðu fyrstu tvö liðin til að komast í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gærkvöldi.

Real tapaði fyrir Dortmund, 2-0, á útivelli en komst áfram samanlagt, 3-2. Þá vann Chelsea franska liðið Paris Saint-Germain, 2-0, eftir að tapa fyrri leiknum, 3-1.

Spennan var mikil í gærkvöldi, ekki síst á Brúnni þar sem Demba Ba skaut Chelsea áfram undir lok leiks. Þá var stress í Real-mönnum sem máttu ekki fá annað mark á sig til að forðast framlengingu.

Arnar Björnsson stýrði Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í gær en sérfræðingar þáttarins voru Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, og ÓlafurKristjánsson, þjálfari Breiðabliks.

Allan þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Schürrle: Við gáfumst aldrei upp

Varamaðurinn Andre Schürrle var óvænt hetja hjá Chelsea gegn PSG í kvöld. Hann kom af bekknum í fyrri hálfleik fyrir Eden Hazard og kom Chelsea yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×