Nicklaus: Tiger Woods getur enn bætt metið mitt Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2014 16:15 Jack Nicklaus og Tiger Woods hafa unnið 32 risatitla samtals. Vísir/Getty Jack Nicklaus, af mörgum talinn besti kylfingur sögunnar, trúir því enn að Tiger Woods geti unnið fleiri risamót en hann áður en ferli Tigers lýkur. Nicklaus vann 18 risamót á sínum langa og farsæla ferli, þar af Masters-mótið sex sinnum en það hefst í dag. Nicklaus er rétt eins og Tiger einn af aðeins þremur mönnum sem unnið hefur Masters-mótið tvö ár í röð. Tiger fær ekki tækifæri til að bæta 15. risatitlinum í safnið um helgina því hann er fjarverandi vegna bakmeiðsla. Þetta er í fyrsta skiptið í 20 ár sem Tiger er ekki með á Mastersmótinu. „Ég held enn að hann geti bætt metið mitt. Svo lengi sem hann er heill heilsu. Ég finn til með Tiger. Hann hefur virkilega verið að stefna að því að ná metinu,“ sagði Nicklaus í útvarpsviðtali við ESPN í gær. Tiger vann síðast risamót árið 2008 þegar hann fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu. Síðan þá hefur þessum 38 ára gamla kylfingi ekki tekist að bæta risatitli í safnið. Hann hefur aftur á móti verið sjóðheitur á PGA-mótaröðinni undanfarin misseri en hann er búin að vinna 79 slík mót og komst upp í annað sætið yfir fjölda sigra á mótaröðinni í fyrra. Nicklas vann 73 PGA-mót en á toppnum er Sam Snead sem vann 82 PGA-mót árin 1936–1965. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Jack Nicklaus, af mörgum talinn besti kylfingur sögunnar, trúir því enn að Tiger Woods geti unnið fleiri risamót en hann áður en ferli Tigers lýkur. Nicklaus vann 18 risamót á sínum langa og farsæla ferli, þar af Masters-mótið sex sinnum en það hefst í dag. Nicklaus er rétt eins og Tiger einn af aðeins þremur mönnum sem unnið hefur Masters-mótið tvö ár í röð. Tiger fær ekki tækifæri til að bæta 15. risatitlinum í safnið um helgina því hann er fjarverandi vegna bakmeiðsla. Þetta er í fyrsta skiptið í 20 ár sem Tiger er ekki með á Mastersmótinu. „Ég held enn að hann geti bætt metið mitt. Svo lengi sem hann er heill heilsu. Ég finn til með Tiger. Hann hefur virkilega verið að stefna að því að ná metinu,“ sagði Nicklaus í útvarpsviðtali við ESPN í gær. Tiger vann síðast risamót árið 2008 þegar hann fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu. Síðan þá hefur þessum 38 ára gamla kylfingi ekki tekist að bæta risatitli í safnið. Hann hefur aftur á móti verið sjóðheitur á PGA-mótaröðinni undanfarin misseri en hann er búin að vinna 79 slík mót og komst upp í annað sætið yfir fjölda sigra á mótaröðinni í fyrra. Nicklas vann 73 PGA-mót en á toppnum er Sam Snead sem vann 82 PGA-mót árin 1936–1965.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira