Fótbolti

Norski boltinn - Hannes fékk á sig mark í blálokin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir Sarpsborg.
Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir Sarpsborg. Heimasíða Sarpsborg
Fimm leikir fóru fram í norska boltanum í dag, þar sem nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni.

Hjörtur Logi Valgarðsson lék allan tímann í 3-0 tapi Sogndal gegn Stabæk.

Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson komu báðir við sögu þeger lið þeirra, Start, tapaði 4-2 fyrir Strømsgodset.

Matthías var í byrjunarliðinu og lék allan leikinn, en Guðmundur kom inn á á 68. mínútu. Robert Sandness, sem hefur bæði leikið fyrir Selfoss og Stjörnuna hér á landi, kom sömuleiðis inn á sem varamaður fyrir Start.

Steve Lennon, fyrrverandi leikmaður Fram, kom Sandnes Ulf yfir gegn Odd Grenland þegar 25 mínútur voru til leiksloka. Hinn fertugi Frode Johnsen jafnaði svo leikinn fimm mínútum fyrir leikslokvþegar hann skoraði framhjá Hannesi Þór Halldórssyni.

Þá lagði Sarpsborg Brann með þremur mörkum gegn engu í síðasta leik dagsins.

Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir Sarpsborg, en Þórarinn Ingi Valdimarsson kom inn á sem varamaður og lék síðustu sex mínútur leiksins. Birkir Már Sævarsson var í byrjunarliði Brann og lék allan tímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×