Erlent

Brak úr vélinni mögulega fundið á Indlandshafi

Ástralskar flugvélar eru nú á leið á svæðið þar sem brakið sást.
Ástralskar flugvélar eru nú á leið á svæðið þar sem brakið sást. Vísir/AFP
Ástralar telja sig mögulega hafa fundið brak á gervitunglamyndum sem gæti verið úr Boeing þotu Malaysian Airlines sem hvarf þann áttunda mars síðastliðinn með 239 manns innanborðs skömmu eftir flugtak frá Kuala Lumpur.

Tony Abbot, forsætisráðherra Ástralíu tilkynnti þetta á þingi í nótt en Orion flugvél ástralska hersins er nú á leið á svæðið þar sem hlutirnir sáust. Stærsti hlutinn sem sést á myndunum er talinn vera um tuttugu og fjórir metrar í þvermál að því er fréttastofa CNN greinir frá.

Svæðið sem um ræðir er í suðurhluta Indlandshafs, um 2500 kílómetrum undan ströndum áströlsku borgarinnar Perth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×