Erlent

Yfirmaður ríkissjónvarpsins laminn og neyddur til að segja af sér

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Nokkrir þingmenn úkraínska Svoboda-flokksins réðust inn á skrifstofu framkvæmdastjóra úkraínska ríkissjónvarpsins í gær, lömdu hann og neyddu hann til að segja af sér.

Voru mennirnir reiðir yfir fréttaflutningi stöðvarinnar og ákvörðun framkvæmdastjórans um að sýna frá rússneska þinginu á þriðjudag, þar sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti undirritaði sáttmála þess efnis að sjálfsstjórnarhéraðið Krím yrði hluti af Rússlandi.

Sökuðu mennirnir framkvæmdastjórann um landráð og sögðu þeir hann á bandi Pútíns. Maðurinn með taglið er formaður nefndar sem stendur vörð um málfrelsi í Úkraínu.

Svoboda-flokkurinn er hægrisinnaður öfgaflokkur og tóku mennirnir atvikið upp á myndband. Atvikið hefur vakið mikla reiði fólks á samfélagsmiðlum og hefur innanríkisráðherra Úkraínu fordæmt árásina, en málið er í rannsókn.


Tengdar fréttir

Úkraínumenn draga allt herlið sitt frá Krímskaga

Stjórnvöld í Úkraínu virðast ætla að sætta sig við innlimun Krímskaga í Rússneska sambandsríkið, að minnsta kosti tímabundið og til að forðast átök, en í morgun var tilkynnt um að allt úkraínskt herlið innan landamæra Krímskaga verði flutt til Úkraínu.

Réðust inn í bækistöðvar sjóhersins

Grímuklæddir rússneskumælandi hermenn réðust inn í bækistöðvar úkraínska sjóhersins á Krímaskaga. Tugir þúsunda hermanna undir stjórn Rússa á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×