Adam Scott leiðir á Arnold Palmer Invitational eftir frábæran fyrsta hring 21. mars 2014 00:18 Adam Scott var sjóðandi heitur á Bay Hill í dag. AP/Vísir Ástralinn Adam Scott átti hreint út sagt magnaðan fyrsta hring á Arnold Palmer Invitational mótinu en hann jafnaði vallarmetið á hinum fræga Bay Hill velli í Flórída eftir að hafa leikið á 62 höggum eða 10 undir pari. Scott fékk tvo erni og sjö fugla á hringnum en hann leiðir mótið með þremur höggum og gæti með sigri komist upp fyrir Tiger Woods í efsta sæti heimslistans. Í öðru sæti eru Ryo Ishikawa og John Merrick á sjö undir pari en einn í fjórða sæti er spænski kylfingurinn Gonzalo Fdez-Castano á sex undir. Nokkur þekkt nöfn eru á fimm höggum undir pari, meðal annars Brandt Snedeker og Paul Casey en aðstæður á Bay Hill vellinum til að skora vel voru mjög góðar í dag. Lítill vindur, rúmlega 30 stiga hiti og skýin héldu sólinni úr augum keppenda. Tilþrif dagsins átti þó Graeme McDowell sem lék fyrsta hring á fjórum höggum undir pari en hann setti niður 24 metra pútt fyrir erni á sjöttu holu. Hringur númer tvö fer fram á morgun og hefst bein útsending á Golfstöðinni klukkan 19:00. Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ástralinn Adam Scott átti hreint út sagt magnaðan fyrsta hring á Arnold Palmer Invitational mótinu en hann jafnaði vallarmetið á hinum fræga Bay Hill velli í Flórída eftir að hafa leikið á 62 höggum eða 10 undir pari. Scott fékk tvo erni og sjö fugla á hringnum en hann leiðir mótið með þremur höggum og gæti með sigri komist upp fyrir Tiger Woods í efsta sæti heimslistans. Í öðru sæti eru Ryo Ishikawa og John Merrick á sjö undir pari en einn í fjórða sæti er spænski kylfingurinn Gonzalo Fdez-Castano á sex undir. Nokkur þekkt nöfn eru á fimm höggum undir pari, meðal annars Brandt Snedeker og Paul Casey en aðstæður á Bay Hill vellinum til að skora vel voru mjög góðar í dag. Lítill vindur, rúmlega 30 stiga hiti og skýin héldu sólinni úr augum keppenda. Tilþrif dagsins átti þó Graeme McDowell sem lék fyrsta hring á fjórum höggum undir pari en hann setti niður 24 metra pútt fyrir erni á sjöttu holu. Hringur númer tvö fer fram á morgun og hefst bein útsending á Golfstöðinni klukkan 19:00.
Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira