Innlent

Gefa kost á því að senda athugasemdir við þingsályktunartillögur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birgir Ármansson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Birgir Ármansson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. visir/stefán
Utanríkismálanefnd Alþingis gefur þeim sem þess óska kost á að senda skriflegar athugasemdir við þingsályktunartillögur sem nefndin hefur nú til umfjöllunar en þetta kemur fram í frétttilkynningu frá nefndinni.

Tillögurnar eru þrjár og má sjá hér að neðan:

• Um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki.

• Um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

• Um formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar.

Nefndin veitir viðtöku umsögnum og erindum frá félögum, samtökum og

einstaklingum á netfangið erindi@althingi.is.

Umsagnir og erindi þurfa að berast nefndinni á rafrænu formi fyrir 8. apríl nk. Ekki er hægt að tryggja úrvinnslu umsagna sem berast eftir þann tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×