Fótbolti

Viðar kominn með sjö mörk í sex leikjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Viðar í leik með Fylki síðastliðið sumar.
Viðar í leik með Fylki síðastliðið sumar. Vísir/Arnþór
Viðar Örn Kjartansson hefur gert það gott eftir komuna til Noregs en tímabilið hefst þar í landi um helgina.

Viðar kom til Vålerenga frá Fylki í haust en hann hefur á undanförnum mánuði skorað sjö mörk í sex æfingaleikjum með liðinu.

Þar af kom þrenna í 6-1 sigri Vålerenga á Noregsmeisturum Strömsgodset en í gær skoraði hann annað marka Vålerenga sem vann Örebro, 2-1. Samantekt úr leiknum má sjá hér.

Viðar Örn er markahæstur á undirbúningstímabilinu í Noregi en alvaran hefst á föstudagskvöldið er Molde tekur á móti Vålerenga í opnunarleik tímabilsins í norsku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Viðar er nú kallaður syngjandi senterinn í VIF

Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson var einn af þremur markakóngum Pepsi-deildar karla í fótbolta síðasta sumar og samdi í kjölfarið við norska úrvalsdeildarliðið Vålerenga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×