Fótbolti

UEFA refsaði Bayern fyrir níðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Bayern fagna sigrinum á Arsenal.
Leikmenn Bayern fagna sigrinum á Arsenal. Vísir/Getty
Bayern München verður að loka hluta áhorfendastúkunnar á Allianz Arena fyrir síðari leikinn gegn Manchester United í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, ákvað þetta sem refsingu vegna borða sem var á meðal áhorfenda í leik liðsins gegn Arsenal fyrr í vetur. „Gay Gunners,“ stóð á umræddum borða og var niðrandi fyrir samkynhneigða. Mynd af umræddum borða má sjá í frétt Daily Mail.

Bayern er gert að greiða jafnvirði eina og hálfa milljón króna í sekt og loka einu hólfi í áhorfendastúkunni. Enn fremur verður félagið sektað um 50 þúsund evrur, tæpar níu milljónir króna, og því gert að spila fyrir luktum dyrum komi upp svipað atvik síðar.

Fyrri viðureign liðanna fer fram á Old Trafford þann 1. apríl næstkomandi en síðari leikurinn á Allianz Arena í München þann 8. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×