Sport

Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafþór Júlíus Björnsson.
Hafþór Júlíus Björnsson.
Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas.

Síðasta greinin eru Atlas-steinarnir og þar verður Hafþór að fá tveimur stigum meira en Zydrunas Savickas til þess að tryggja sér titilinn Sterkasti maður heims.

Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw, sem er ríkjandi sterkasti maður heims, er aðeins hálfu stigi á eftir Hafþóri og síðasta greinin í kvöld verður því rosalega spennandi.

Hafþór var með þriggja stiga forskot eftir fyrri daginn í gær og vann þá 2 af 3 greinum og lenti í öðru sæti í þeirri þriðju. Hann hefur bætti við þá forystu með því að ná öðru sæti í fyrstu grein dagsins sem var trukkadráttur.

Hafþór varð hinsvegar aðeins í sjöunda sæti í hnébeygjunni og fékk 6,5 stigum minna en Litháinn í þeirri grein en Savickas sýndi þá mikinn styrk og vann hnébeygjuna.

Hafþór hefur endað í þriðja sæti í keppninni um sterkasta mann heims undanfarin tvö ár en  hann er 25 ára gamall og setti stefnuna á titilinn í ár.

Staða efstu manna fyrir lokagreinina:

1. Zydrunas Savickas, Litháen 53 stig

2. Hafþór Júlíus Björnsson, Íslandi 51,5 stig

3. Brian Shaw, Bandaríkjunum 51 stig

4. Michael Burke Jr, Bandaríkjunum 40 stig

5. Terry Hollands, Bretlandi 29 stig

Hafþór setti heimsmet í bjórkútakasti fyrr í dag en myndband af köstum Hafþórs má sjá í greininni hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×