Reed stóð við stóru orðin og sigraði á Cadillac meistaramótinu 10. mars 2014 00:11 Reed og kylfusveinn hans ræða málin á þriðju holu á lokahringnum í dag. AP/Vísir Bandaríski kylfingurinn Patrick Reed sigraði í kvöld Cadillac meistaramótið sem er hluti af heimsmótaröðinni í golfi. Reed lék hringina fjóra á Doral vellinum á fjórum höggum undir pari en í öðru sæti voru Jamie Donaldson og Bubba Watson jafnir á þremur höggum undir.Patrick Reed er aðeins 23 ára gamall en þetta er þriðji sigurinn hans á PGA mótaröðinni eftir að hann komst inn á hana árið 2013. Reed talaði við fréttamenn í síðustu viku þar sem hann sagði kokhraustur að hann væri einn af fimm bestu kylfingum í heimi. Margir hlógu að því enda ansi stór yfirlýsing hjá 23 ára kylfingi sem á aðeins eitt tímabil að baki á PGA mótaröðinni. Hann á þó síðasta orðið en frammistaða hans yfir hringina fjóra á hinum gífurlega erfiða „Blue Monster“ velli á Doral var hreint út sagt frábær. „Ég var að pútta svo vel allt mótið og það gefur manni mikið sjálfstraust,“ sagði hæstánægður Reed eftir sigurinn í kvöld. „Ég kom með ansi stóra fullyrðingu fyrr í vikunni og ég get svo sannarlega staðið við hana núna, það eru ekki margir kylfingar sem hafa unnið þrjú mót á PGA mótaröðinni eftir jafn stuttan tíma á henni, nema kannski goðsagnir eins og Tiger Woods. Eitt er víst að ég er mjög ánægður með frammistöðuna um helgina og mig hlakkar til þess að vera í baráttunni í næstu mótum.“ Þrátt fyrir að hafa spilað sig inn í toppbaráttuna í gær með frábærum hring átti Tiger Woods ekki góðan lokahring en hann lék á 78 höggum eða sex yfir pari. Hann endaði mótið því á fimm höggum yfir pari, jafn í 25. sæti ásamt Norður-Íranum Rory McIlroy og fleiri kylfingum. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Patrick Reed sigraði í kvöld Cadillac meistaramótið sem er hluti af heimsmótaröðinni í golfi. Reed lék hringina fjóra á Doral vellinum á fjórum höggum undir pari en í öðru sæti voru Jamie Donaldson og Bubba Watson jafnir á þremur höggum undir.Patrick Reed er aðeins 23 ára gamall en þetta er þriðji sigurinn hans á PGA mótaröðinni eftir að hann komst inn á hana árið 2013. Reed talaði við fréttamenn í síðustu viku þar sem hann sagði kokhraustur að hann væri einn af fimm bestu kylfingum í heimi. Margir hlógu að því enda ansi stór yfirlýsing hjá 23 ára kylfingi sem á aðeins eitt tímabil að baki á PGA mótaröðinni. Hann á þó síðasta orðið en frammistaða hans yfir hringina fjóra á hinum gífurlega erfiða „Blue Monster“ velli á Doral var hreint út sagt frábær. „Ég var að pútta svo vel allt mótið og það gefur manni mikið sjálfstraust,“ sagði hæstánægður Reed eftir sigurinn í kvöld. „Ég kom með ansi stóra fullyrðingu fyrr í vikunni og ég get svo sannarlega staðið við hana núna, það eru ekki margir kylfingar sem hafa unnið þrjú mót á PGA mótaröðinni eftir jafn stuttan tíma á henni, nema kannski goðsagnir eins og Tiger Woods. Eitt er víst að ég er mjög ánægður með frammistöðuna um helgina og mig hlakkar til þess að vera í baráttunni í næstu mótum.“ Þrátt fyrir að hafa spilað sig inn í toppbaráttuna í gær með frábærum hring átti Tiger Woods ekki góðan lokahring en hann lék á 78 höggum eða sex yfir pari. Hann endaði mótið því á fimm höggum yfir pari, jafn í 25. sæti ásamt Norður-Íranum Rory McIlroy og fleiri kylfingum.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira