Fótbolti

Sendingahermir þjálfar fótboltamenn í Hoffenheim

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Hoffenheim fagna hér marki.
Leikmenn Hoffenheim fagna hér marki. Vísir/Getty
Skotvélin er vel þekkt hjálpartæki í körfuboltanum en nú eru Þjóðverjar búnir að hanna sérstakan sendingahermi fyrir fótboltamenn.

Þýska félagið TSG Hoffenheim, gamla félagið hans Gylfa Þórs Sigurðssonar, hefur látið útbúa sendingahermi í æfingaaðstöðu félagsins.

Tækið er í raun margar sendingavélar sem geta sent boltann til leiksins með mismundandi hætti og með mismundandi krafti.

Það er síðan undir leikmanninum komið að fylgjast með hvaðan boltinn er að koma og skila honum síðan á fyrirfram ákveðin stað. Hann þarf að vinna innan sérstaks hrings í miðjum herminum.

Í herminum eru átta sendingavélar, tvær á hverri hlið, og herminum er síðan stjórnað með tölvu sem tekur einnig saman hvernig gengur hjá leikmanninum.

Það er hægt að sjá myndband um þennan sendingahermi með því að smella hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×