Fótbolti

Wenger vonar að dómarinn verði sanngjarn í kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsenal mætir Bayern München í kvöld í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en liðið er undir eftir fyrri leikinn, 2-0, og á erfitt verkefni fyrir höndum.

Eins og fram kom fyrr í dag hefur það aðeins sex sinnum gerst í sögunni að lið hefur komist áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar eftir að tapa fyrri leiknum á heimavelli.

Arsenal-menn geta þó huggað sig við það að þeir unnu Bayern á sama velli á sama stigi keppninnar í fyrra, 2-0, en féllu þá úr leik á færri mörkuðum skoruðum á útivell.

Wenger verður án aðalmarkvarðar liðsins, WojciechSzczesny, í kvöld sem fékk rautt spjald í fyrri leiknum á Emirates-vellinum. Wenger finnst það gerast aðeins of oft.

„Við höfum nokkrum sinnum spilað manni færri í Evrópu og alltaf undir mjög sérstökum kringumstæðum. Bæði í úrslitum Meistaradeildarinnar og nú gegn Bayern,“ sagði Wenger á blaðamannafundi í gær.

Arsenal missti einnig Robin van Persie af velli í útsláttarkeppninni gegn Barcelona fyrir nokkrum árum. Hollendingurinn sparkaði þá boltanum að marki Börsunga eftir að dómarinn hafði flautað og fékk gult spjald fyrir. Voru flestir sammála um að annað gult spjald væri ansi strangur dómur í jafnmikilvægum leik.

„Þegar við mættum Barcelona og gátum komist áfram fengum við gult spjald þegar Robin van Persie sparkaði boltanum í burtu. Það var í fyrsta og eina skipti sem ég hef séð mann vera rekinn af velli fyrir slíkt í Evrópu. Ég vonast því til að við fáum sanngjarnt tækifæri til að spila ellefu á móti ellefu allan leikinn gegn Bayern,“ sagði Arsene Wenger.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×