Fótbolti

Robben ósáttur við ummæli Wengers

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arjen Robben fiskaði víti í gær.
Arjen Robben fiskaði víti í gær. Vísir/Getty
Arjen Robben var alls ekki kátur með ummæli ArseneWengers eftir leik Bayern München og Arsenal í Meistaradeildinni í gærkvöldi en liðin skildu jöfn, 1-1, og er Arsenal úr leik, samanlagt, 3-1.

Wenger sagði eftir leik að Robben væri „mjög góður leikmaður og mjög góður að dýfa sér“ en þeir rifust eftir að Robben fiskaði víti og rautt spjald WojciechSzczesny, markvörð Arsenal í fyrri leiknum.

Í gær fiskaði Robben svo aftur víti í baráttunni við LaurentKoscielny en fannst mörgum það afar ódýrt víti. ThomasMüller lét Lukasz Fabianski verja frá sér spyrnuna.

„Ég segi alltaf að ef þú ert alvöru stjóri þá tekurðu bara tapinu. Ef þú sigrar, vertu ánægður. En ef þú tapar máttu ekki fara væla yfir svona kjánalegum hlutum,“ sagði Robben um ummæli Wengers eftir leik.

„Þetta voru tvö víti en ég ætla ekki að fara verja mig. Frá svona stórum stjóra býst maður ekki við svona. Við vorum betri en Arsenal í báðum leikjunum,“ sagði Arjen Robben.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×