Fótbolti

Zlatan og félagar komust örugglega áfram | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Franska liðið Paris St-Germain átti ekki í miklum vandræðum að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en liðið vann þá 2-1 sigur í seinni leiknum á móti þýska liðinu Bayer Leverkusen.

PSG vann fyrri leikinn 4-0 í Þýskalandi og þar með samanlagt 6-1. Þjóðverjarnir komus reyndar yfir í upphafi leiks í kvöld og fengu ennfremur víti til að komast yfir í 2-1 en vonin dó endanlega þegar Parísar-liðið komst yfir í upphafi seinni hálfleiksins.

Leikmenn Leverkusen byrjuðu leikinn af krafti og Sidney Sam kom þeim yfir á 6. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Giulio Donati.

Það fór örugglega aðeins um frönsku áhorfendurnar eftir svona óskabyrjun þýska liðsins en Frakkarnir urðu strax rólegri þegar Marquinhos skallaði boltann á 13. mínútu eftir stoðsendingu frá Yohan Cabaye.

Zlatan Ibrahimovic fékk tvö fín færi á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og í seinna færinu vippaði hann boltanum meðal annars í slána.

Leverkusen-maðurinn Eren Derdiyok fiskaði vítaspyrnu á 27. mínútu en Salvatore Sirigu, ítalski markvörður PSG, varði hana hinsvegar frá Simon Rolfes.

Ezequiel Lavezzi kom síðan PSG yfir á 53. mínútu og þar með var það endanlega ljóst að Parísar-menn voru á leiðinni í átta liða úrslitin annað árið í röð.

Mörkin úr leik Paris St-Germain og Bayer Leverkusen.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×