Innlent

Verkfall gæti hafist á morgun

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Framhaldsskólanemendur landsins fara ekki í skólann á morgun ef ekki tekst að semja um kjör framhaldsskólakennara í dag. Mikið ber á milli samningsaðila og kröfur kennara samræmast engan veginn tilboði ríkisins.

Samningafundur vegna kjara framhaldsskólakennara hófst hjá Ríkissáttasemjara nú á hádegi. Fundur sem hófst um hálf sjö leytið í gærkvöldi lauk um þremur tímum síðar. Náist ekki að semja um kjör í dag verður ekki kennt í framhaldsskólum landsins á morgun og því er mikilvægt að jákvæð niðurstaða náist á fundinum.

Mikill munur er á milli krafna kennara um kjör og því tilboði sem ríkið hefur sett fram en kennarar óska eftir 16-17 prósent hækkun á meðan ríkið hefur boðið um þrjú prósent hækkun til eins árs. 

Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólakennara, situr fundinn í dag en hún segir ekki neitt nýtt formlegt tilboð hafa komið á borðið á fundinum. Hún vill ekki tjá sig um það hvort hún sé bjartsýn á að kennsla fari fram á morgun.


Tengdar fréttir

Framhaldsskólanemar uggandi um sinn hag

Verkfallsboðun framhaldsskólakennara var samþykkt í dag. Til stendur að verkfallið hefjist sautjánda mars, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Framhaldsskólanemar eru uggandi um sinn hag.

Framhaldsskólanemar halda partí vegna verkfalls

"Við viljum bara dreifa huga samnemenda okkar vegna verkfallsins,“ segir Hilmar Jökull Stefánsson, framhaldsskólanemi. "En við erum ekki að fagna verkfallinu, alls ekki.“

Skilja og styðja baráttu framhaldsskólakennara

Menntaskólanemar sem blaðamaður hitti í dag hafa áhyggjur af verkfallinu og það virðist leggjast illa í nemendur. Flest voru þau sammála um að smá frí frá skólanum væri kærkomið, þau vonast þó til þess að verkfallið standi ekki lengi.

Kennarar tilbúnir í verkfall

Þrátt fyrir stíf fundahöld á milli ríkis og Félags framhaldsskólakennara eru kjarasamningar ekki í sjónmáli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×