Erlent

Jatsenjúk biðlar til ÖSE að senda fleiri eftirlitsmenn til Úkraínu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Í dag hófst atkvæðagreiðsla á Krímskaganum um það hvort sjálfsstjórnarhéraðið eigi að lýsa yfir auknu sjálfstæði eða ganga til liðs við Rússland á ný.
Í dag hófst atkvæðagreiðsla á Krímskaganum um það hvort sjálfsstjórnarhéraðið eigi að lýsa yfir auknu sjálfstæði eða ganga til liðs við Rússland á ný. visir/getty
Arsení Jatsenjúk, forsætisráðherra Úkraínu, biðlar til Öryggis- og eftirlitsstofnun Evrópu (ÖSE) til að senda fleiri eftirlitsmenn til Úkraínu.

Í dag hófst atkvæðagreiðsla á Krímskaganum um það hvort sjálfsstjórnarhéraðið eigi að lýsa yfir auknu sjálfstæði eða ganga til liðs við Rússland á ný. Rússneskt herlið dvelur enn á skaganum.

Krímskaginn var hluti af Rússlandi allt til ársins 1954 og fjölmargir íbúa á svæðinu vilja sameinast stórveldinu á ný. Það er þó ekki algilt og greinir Guardian frá því í frétt sinni um málið að íbúar af íslamska þjóðarbrotinu Tatar ætli sér ekki að mæta á kjörstað í mótmælaskyni.

Angela Merkel, Þýskalandskanslari, átti í dag samtal við Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, símleiðis þar sem hún tjáði Pútín að hún vildi að ÖSE fengi stærra hlutverk í Úkraínu.

Um fjörtíu manna sveit ÖSE var send á Krímskagann fyrir tveimur vikum.




Tengdar fréttir

Eftirlitsflug Nató í nágrenni Úkraínu

Tvær eftirlitsflugvélar á vegum Atlantshafsbandalagsins sveimuðu yfir Póllandi og Rúmeníu í gær. Þær geta rannsakað rúmlega 300 þúsund ferkílómetra svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×