Messi: Ætlum að vinna Real Madrid Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. mars 2014 15:00 Lionel Messi tók boltann með sér heim í gær eftir 18. þrennuna í búningi Barcelona Vísir/Getty „Ég hef loksins náð mér að fullu,“ sagði LionelMessi, leikmaður Barcelona, eftir sigurinn á Osasuna í gær en hann skoraði þrennu í leiknum. Argentínumaðurinn er nú búinn að skora tíu mörk í síðustu sjö leikjum og varð í gær markahæsti leikmaður Barcelona í sögunni með 371 mark. „Ég er kominn aftur í takt við leikinn og finn fyrir meira sjálfstrausti. Mér líður mjög vel. Ég er að komast í mitt besta form,“ sagði Messi sem er ánægður með markametið. „Það er flott að vera orðinn markahæsti leikmaður félagsins. Mikið hefur verið rætt og ritað um þetta og nú á ég metið. Það er samt mikið sem mig langar enn að afreka. Ég ætla vera hjá Barcelona allan minn feril. Hér líður mér vel og verð eins lengi og félagið vill hafa mig.“ Messi hefur í tvígang verið frá í nokkrar vikur vegna meiðsla tímabilinu en er samt búinn að skora 18 deildarmörk í 21 leik og 31 mark í 33 leikjum í heildina.Strákarnir fagna einu af mörkum Messi í gærkvöldi.Vísir/GettyVerða að vinna Real Madrid Það er eins gott fyrir Barcelona að Messi sé að komast í sitt besta stand því liðið ferðast til Madrídar um næstu helgi og mætir erkifjendunum í Real Madrid í seinni El Clásico-leik spænsku deildarinnar í vetur. Sigur er gífurlegar mikilvægur fyrir Barcelona því tap gerir líklega út um titilvonir liðsins. Real er á toppnum, fjórum stigum á undan Barcelona og sjö stiga forysta yrði eflaust of mikil fyrir Börsunga að brúa. Real Madrid er á ótrúlegu skriði en liðið hefur ekki tapað í 30 leikjum í röð í öllum keppnum. Síðast tapaði Real einmitt fyrir Barcelona, 2-0, í El Clásico á Nývangi 26. október. „Það verður erfiður leikur en við vonumst eftir góðum úrslitum. Við viljum vinna Real Madrid og opna titilbaráttuna upp á gátt. Markmið okkar er að berjast um titilinn fram til síðasta leiks,“ sagði Messi.Markamet Messi nær yfir alla leiki, þar með talda æfingaleiki en fyrir utan þá hefur hann skorað 344 mörk í 412 leikjum síðan hann kom fyrst við sögu tímabilið 2004/2005.Vísir/GettyVísir/GettyMörk Messi.Mynd/Wikipedia Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi bætti markamet Barcelona í risasigri Lionel Messi varð í dag markahæsti leikmaður í sögu Barcelona. Hann er búinn að skora 371 mörk fyrir félagið þó svo hann sé aðeins 26 ára gamall. 16. mars 2014 00:01 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
„Ég hef loksins náð mér að fullu,“ sagði LionelMessi, leikmaður Barcelona, eftir sigurinn á Osasuna í gær en hann skoraði þrennu í leiknum. Argentínumaðurinn er nú búinn að skora tíu mörk í síðustu sjö leikjum og varð í gær markahæsti leikmaður Barcelona í sögunni með 371 mark. „Ég er kominn aftur í takt við leikinn og finn fyrir meira sjálfstrausti. Mér líður mjög vel. Ég er að komast í mitt besta form,“ sagði Messi sem er ánægður með markametið. „Það er flott að vera orðinn markahæsti leikmaður félagsins. Mikið hefur verið rætt og ritað um þetta og nú á ég metið. Það er samt mikið sem mig langar enn að afreka. Ég ætla vera hjá Barcelona allan minn feril. Hér líður mér vel og verð eins lengi og félagið vill hafa mig.“ Messi hefur í tvígang verið frá í nokkrar vikur vegna meiðsla tímabilinu en er samt búinn að skora 18 deildarmörk í 21 leik og 31 mark í 33 leikjum í heildina.Strákarnir fagna einu af mörkum Messi í gærkvöldi.Vísir/GettyVerða að vinna Real Madrid Það er eins gott fyrir Barcelona að Messi sé að komast í sitt besta stand því liðið ferðast til Madrídar um næstu helgi og mætir erkifjendunum í Real Madrid í seinni El Clásico-leik spænsku deildarinnar í vetur. Sigur er gífurlegar mikilvægur fyrir Barcelona því tap gerir líklega út um titilvonir liðsins. Real er á toppnum, fjórum stigum á undan Barcelona og sjö stiga forysta yrði eflaust of mikil fyrir Börsunga að brúa. Real Madrid er á ótrúlegu skriði en liðið hefur ekki tapað í 30 leikjum í röð í öllum keppnum. Síðast tapaði Real einmitt fyrir Barcelona, 2-0, í El Clásico á Nývangi 26. október. „Það verður erfiður leikur en við vonumst eftir góðum úrslitum. Við viljum vinna Real Madrid og opna titilbaráttuna upp á gátt. Markmið okkar er að berjast um titilinn fram til síðasta leiks,“ sagði Messi.Markamet Messi nær yfir alla leiki, þar með talda æfingaleiki en fyrir utan þá hefur hann skorað 344 mörk í 412 leikjum síðan hann kom fyrst við sögu tímabilið 2004/2005.Vísir/GettyVísir/GettyMörk Messi.Mynd/Wikipedia
Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi bætti markamet Barcelona í risasigri Lionel Messi varð í dag markahæsti leikmaður í sögu Barcelona. Hann er búinn að skora 371 mörk fyrir félagið þó svo hann sé aðeins 26 ára gamall. 16. mars 2014 00:01 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Messi bætti markamet Barcelona í risasigri Lionel Messi varð í dag markahæsti leikmaður í sögu Barcelona. Hann er búinn að skora 371 mörk fyrir félagið þó svo hann sé aðeins 26 ára gamall. 16. mars 2014 00:01