Erlent

Gagnrýnir refsiaðgerðir Bandaríkjanna og ESB

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Gorbatsjov á ráðstefnu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í febrúar.
Gorbatsjov á ráðstefnu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í febrúar. vísir/afp
Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna, gagnrýnir refsiaðgerðir Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gegn ráðamönnum í Rússlandi og Úkraínu vegna kosninganna á Krímskaga í gær.

Hann segir Krím hafa tilheyrt Úkraínu vegna laga sem Kommúnistaflokkurinn setti án samráðs við almenning. Nú hafi almenningur leiðrétt þau mistök.

Hann segir refsiaðgerðir einungis réttlætanlegar í alvarlegustu tilfellum og eigi þá að njóta stuðnings Sameinuðu þjóðanna.

„Að virða vilja fjöldans og innlima Krím inn í Rússland fellur ekki undir það,“ segir Gorbatsjov.


Tengdar fréttir

93 prósent vilja sameinast Rússlandi

Nú er kjörfundi lokið á Krímskaga en samkvæmt útgönguspám samþykktu 93% kjósenda að segja sig úr lögum við Úkraínu og sameinast Rússlandi.

Obama heitir Úkraínumönnum stuðningi

Barack Obama Bandaríkjaforseti tók á móti settum forsætisráðherra Úkraínu, Arsení Jatsenjúk, í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Ástandið á Krímskaga var að sjálfsögðu til umfjöllunar og hét Obama því að standa með Úkraínu í deilum þeirra við Rússa.

Utanríkisráðherra áhyggjufullur

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lýsir þungum áhyggjum vegna kosninga sem fyrirhugaðar eru á Krímskaga næstkomandi sunnudag.

Rússar notfæra sér stöðu Úkraínu

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það geta haft miklar pólitískar og efnahagslegar afleiðingar fyrir Rússa ef þeir vilja ekki ganga "til samningaviðræðna sem skila árangri“ vegna ástandsins í Úkraínu.

Rætt um auknar refsiaðgerðir gegn Rússum

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast í Brussel fyrir hádegi í dag til þess að ræða frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússum í kjölfar þess að íbúar á Krímskaga ákváðu í atkvæðagreiðslu að ganga Rússum á hönd og kljúfa sig frá Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×