Innlent

Á annan milljarð til í Vinnudeilusjóði kennara

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Ekkert hefur verið greitt í sjóðinn af félagsgjöldum frá því um áramótin 2009 til 2010.
Ekkert hefur verið greitt í sjóðinn af félagsgjöldum frá því um áramótin 2009 til 2010. VÍSIR/GVA
Framhaldsskólakennarar í verkfalli fá greiddar 6 þúsund krónur á dag úr Vinnudeilusjóði. Af þessum sex þúsund krónum er svo dreginn skattur. Að sögn Ingibergs Elíssonar, formanns sjóðsins, eru á annan milljarð krónur til í sjóðnum eins og er.

„Það er erfitt að segja til um það nákvæmlega hvað er mikið til í sjóðnum,“ segir Ingibergur. „Þar er sem peningurinn er ekki allur á bankabók, sumt er laust og annað ekki.“

Ekkert hefur verið greitt í sjóðinn af félagsgjöldum frá því um áramótin 2009 til 2010.

Sex þúsund krónurnar miðast við kennara í fullu starfi og fær hann greitt 7 daga vikunnar. Greitt er í réttu hlutfalli við starfshlutfall hvers og eins. Fyrsta greiðslan verður tveimur vikum eftir upphaf verkfalls.


Tengdar fréttir

Vinstri grænir fræða nemendur í verkfalli

Ungliðahreyfing Vinstri grænna heldur fyrirlestra daglega um umhverfismál, femínisma, þátttöku í stjórnmálum og fleira á meðan verkfall framhaldsskólakennara stendur yfir.

Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls

Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust.

Framhaldsskólakennarar standa saman

Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×