Erlent

Tælendingar segjast hafa greint vélina á ratsjá daginn sem hún hvarf

Ekkert hefur spurst til vélarinnar eða þeirra 239 farþega sem skráðir voru í flugið frá því 8. mars síðastliðinn.
Ekkert hefur spurst til vélarinnar eða þeirra 239 farþega sem skráðir voru í flugið frá því 8. mars síðastliðinn. Mynd/AFP
Kínverjar hafa sett aukinn kraft í leitina að malasísku farþegaþotunni sem hvarf þann áttunda mars síðastliðinn með 239 manns innanborðs.

Níu skip hafa nú verið send á nýtt leitarsvæði, suðaustur af Bengal-flóa og vestur af Indónesíu. Leitarsvæðið sem unnið er á er nú á umþaðbil á stærð við Ástralíu.

Og í gærkvöldi tilkynnti tælenski flugherinn að á endurskoðuðum ratsjárgögnum frá deginum sem vélin hvarf megi sjá vísbendingar um að vélin hafi flogið yfir Malaccasund skömmu eftir að hún samband við hana rofnaði.

Það stemmir við ratsjárgögn frá malasíska hernum en í fyrstu sögðust Tælendingar ekki sjá nein merki um slíkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×