Erlent

Rússar segja að viðskiptaþvinganir muni hafa afleiðingar

Sergei Larov og John Kerry
Sergei Larov og John Kerry VÍSIR/AFP
Rússar segja að viðskiptaþvinganir vesturveldanna, sem Íslendingar eru aðilar að og eru tilkomnar vegna deilunnar um Krímskaga, séu óásættanlegar og að þær muni hafa afleiðingar.

Þetta kom fram í símtali Sergei Lavrovs utanríkisráðherra Rússa til kollega síns í Bandaríkjunum, John Kerry, í gærkvöldi.

Lavrov segir að íbúar Krímskaga hafi tekið lýðræðislega ákvörðun um að ganga Rússum á hönd og að sú ákvörðun hafi verið í fullu samræmi við alþjóðalög.

Viðskiptaþvinganir vesturveldanna myndu hinsvegar hafa afleiðingar, en ráðherrann fór ekki nánar út í hverjar þær afleiðingar verði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×